Lét gamlan draum rætast

Öll fjölskyldan tók þátt í að gera draumasvefnherbergi Ellenar Ýrar að veruleika.

„Þetta herbergi er bara búið að vera gamall draumur alveg síðan ég var lítil, ætli ég hafi ekki séð sambærileg svefnherbergi í bíómyndum til að byrja með. Mér hafa alltaf þótt alls konar himnasængur rosalega heillandi,“ segir Ellen Ýr Gunnlaugsdóttir, snyrtifræðingur á Dalvík, kímin, en Ellen Ýr, ásamt fjölskyldu sinni, fann virkilega skemmtilega lausn til þess að útbúa svefnherbergi drauma sinna.

„Ég vissi alveg hvað ég vildi og var dugleg að skoða hugmyndir á síðum eins og Pinterest. Ég fann hins vegar ekki mikið nema ljósmyndir af rúmum sem umkringd voru hvítum gardínum, það var eitthvað minna um hvernig þetta væri gert,“ segir Ellen Ýr. Hún ráðfærði sig þá við foreldra sína, þau Guðbjörgu Stefánsdóttur og Gunnlaug Antonsson, sem hún segir vera algjöra snillinga og afskaplega handlagna, um hvernig best væri að bera sig að í að láta drauminn rætast.

„Ég sýndi þeim myndir og þeim datt í hug að setja bara upp gardínustangir fyrir ofan rúmið. Þannig að það var rokið í Ikea við fyrsta tækifæri sem gafst, við búum nefnilega öll fyrir norðan,“ segir Ellen Ýr og hlær.

27478_svefn1

Hérna sjást gardínustangirnar sem Ellen og fjölskylda festu í loftið.

Ellen Ýr hikar lítillega þegar hún er innt eftir því hvort mikið vesen hafi verið að festa stangirnar upp í loft. „Svona aðeins,“ segir hún og hlær við. „Ekkert svakalegt þó, ekki þegar maður á svona pabba eins og minn. Unnusta mínum, Jóhanni Má Kristinssyni, leist samt ekkert á blikuna í fyrstu en leyfði mér þó að halda áfram með þessa hugmynd. Þegar allt var komið á sinn stað viðurkenndi hann þó að þetta hefði lukkast betur en hann þorði að vona.“

Um sannkallað fjölskylduverkefni var að ræða en amma Ellenar saumaði svo gardínurnar sem umkringja rúmið. „Ég vildi frekar velja efni heldur en að kaupa tilbúnar gardínur, af því ég hafði svolítið ákveðnar hugmyndir um hvernig efnið ætti að vera. Það voru bara keyptir margir metrar og svo sat amma og saumaði.“

Ellen Ýr setti ljósmynd af herberginu inn á Facebookhópinn vinsæla Skreytum Hús, þar sem eru yfir 23.000 meðlimir og fékk mikil viðbrögð. „Ég fékk bæði pósta frá fólki og helling af athugasemdum við myndina sem ég setti inn. Fólk var rosalega forvitið um hvernig ég hefði gert þetta og svo litinn á svefnherberginu.“

Skyldar greinar
Svona þrífurðu parketið
Auðveldaðu þrifin með viðeigandi tónlist
Komdu skipulagi á ísskápinn
Myndband
Húsráð: Losnaðu við hvítar rákir eftir svitaeyðir
Myndband
6 hlutir sem þú getur notað á nýjan máta
Myndband
Þrifalisti fyrir uppgefnar mæður
Myndband
10 ráð sem geta bjargað lífi þínu
Myndband
10 leiðir til að spara og minnka sóun
Myndir
Beyonce og Jay Z skoðuðu þetta hús í LA
Myndband
Ódýr leið til að taka baðherbergið í gegn
Myndband
Einstæð móðir byggir sér hús með hjálp Youtube
Myndband
Húsráð: Þrif á baðkari
Myndband
Íbúðin hennar er rúmir 8 fermetrar
Myndband
6 ráð til að halda heimilinu hreinu
Myndband
7 frábær bílaráð
Myndband
10 frábær ráð sem tengjast örbylgjuofnum