Líkaminn undirbúinn fyrir fæðingu barns

Hér eru nokkrar einfaldar æfingar sem barnshafandi konur geta gert heima án þess að þurfa að fara í æfingagallann eða taka frá sérstakan tíma fyrir líkamsrækt. Þetta eru styrkjandi æfingar sem geta haft mikið að segja þegar líður á meðgönguna og undirbúa líkamann fyrir þá áreynslu sem fæðingunni fylgir. Æfingarnar bera mestan árangur ef þær eru gerðar daglega.

Magaæfingar í sófanum
Sittu með krosslagða fætur og stuðning við bakið. Leggðu hendurnar á magann. Haltu bakinu og öxlunum kyrrum á meðan þú andar inn í gegnum nefið um leið og þú þenur út magann. Andaðu út um munninn um leið og þú dregur magann inn, ýttu naflanum inn í átt að bakinu.
Styrkir maga- og grindarbotnsvöðva.

 

Hnébeygjur á meðan tennurnar eru burstaðar
Stattu bein, með axlabreidd á milli fóta. Haltu í borðbrún eða í vaskinn til að missa ekki jafnvægið. Beygðu þig í hnjánum eins og þú ætlir að setjast og gættu þess að lyfta ekki hælunum upp af gólfinu. Gerðu að minnsta kosti fimm hnébeygjur á hverjum degi.

 

Axlir styrktar á meðan þú horfir á sjónvarpið
Sittu bein í baki með fæturnar á gólfinu. Hafðu axlirnar slakar. Dragðu axlirnar aftur um leið og þú klemmir saman herðablöðin. Ímyndaðu þér að þú sért að halda á litum bolta á milli herðablaðanna. Haltu spennunni í nokkrar sekúndur. Endurtaktu 10 sinnum. Þetta bætir líkamsstöðuna og styrkir vöðva sem reynir á þegar þú ert með barn á brjósti.
Styrkir bakvöðva.

 

Heimildir: Fréttatíminn

Skyldar greinar
Láttu þér líða vel
Heimaæfingar skila góðum árangri
Mikilvægt að velja réttan öryggisbúnað fyrir börn
Myndir
Mæðgur sem líta frekar út fyrir að vera systur
Myndband
Sjáðu hvert líffærin fara þegar þú ert barnshafandi
Myndir
Óléttumynd söngkonu veldur usla á netinu
5 góð ráð fyrir verðandi mæður
7 hugmyndir fyrir fæðingarorlofið
Ráð til að auka mjólkina og hjálpa barninu að þyngjast.
Ekki fresta neyslu hugsanlegra ofnæmisvalda
Barnið hennar lést úr hungri
Myndband
Mamma á morfíni gleymir að hún var að fæða barn
Myndband
Það eru mjög fáir sem fæðast með svona
Myndband
Sveiflar barninu og fer á kaf í ískalt vatn
Hvað segir þín fæðingartala um þig?
Myndir
Yndislegar myndir af tvíburum en annar þeirra átti stutt eftir ólifað