Lítið barn deyr vegna hleðslutækis fyrir síma

Sem foreldrar reynum við að gera okkar besta til að vernda börnin okkar. Við leitum ráða, á netinu, í bókum og hjá öðrum foreldrum.

Það getur samt ennþá gerst að börnin okkar slasi sig eða jafnvel það sem er enn verra, að þau láti lífið.

Móðir nokkur í borginni Kazakh í Aktau lagði sig í smástund og leyfði dóttur sinni að vera við hliðina á sér í símanum en síminn var í hleðslu. Móðirin sofnaði í smástund og þegar hún vaknaði vissi hún strax að eitthvað var að, því dóttir hennar var alveg hljóð. Það tók móðurina bara nokkrar sekúndur að komast að því að dóttir hennar andaði ekki og var ekki með neinn hjartslátt.

Sjá einnig: Ungt barn lést vegna þess að móðir þess notaði þetta:

Í geðshræringu vafði hún stúlkubarninu inn í teppi og fór með hana á spítalann en það var of seint. Læknarnir gátu ekkert gert því stúlkan var látin.

Talið er að stúlkan hafi farið að naga rafmagnssnúruna á hleðslutæki farsímans og fengið straum, sem varð þess valdandi að stúlkan lést.

electrocuted-lead-20161207112430.jpg-q75,dx720y432u1r1gg,c--

Þetta minnir okkur á að aldrei er of varlega farið þegar kemur að litlum einstaklingum sem gera sér ekki grein fyrir hættulegum hlutum og efnum.

 

Skyldar greinar
Vekur barnið sitt með Rammstein
Lætur litla bróður sinn smakka hráan lauk
Bókagjöf til Barnaspítala Hringsins
Myndir
Mæðgur sem líta frekar út fyrir að vera systur
Myndband
Hræðilegustu kennarar í heimi
Myndband
Sjáðu hvert líffærin fara þegar þú ert barnshafandi
Líkaminn undirbúinn fyrir fæðingu barns
Ráð til að auka mjólkina og hjálpa barninu að þyngjast.
Barnið hennar lést úr hungri
Myndband
Lítill drengur heyrir í fyrsta sinn
Myndband
Sveiflar barninu og fer á kaf í ískalt vatn
Leikskólinn lætur foreldrana hafa það óþvegið
Gerber barnið 2017
Myndir
Einstakar fæðingarmyndir sem hafa hlotið verðlaun
Myndband
Mamma læðist snilldarlega út úr barnaherberginu
Myndband
5 ára stelpa talar inn á förðunarmyndband mömmu sinnar