Lítil skref í átt að láta barnið hætta með bleiu

Mörgum foreldrum er afar létt þegar börn þeirra hætta að vera með bleiu, því það sparar bæði pening fyrir bleiukaupum og fyrirhöfn við bleiuskiptin. Börn eru allt niður í eins árs gömul þegar þau geta farið að sýna merki þess að þau eru tilbúin til að hætta með bleiu, en algengt er að eins árs gömul börn þekki tilfinninguna þegar þvagblaðran er orðin full og þegar þau þurfa að kúka. Flest börn eru byrjuð að sýna þess merki að þau eru tilbúin til að láta reyna á koppinn um eins og hálfs árs aldurinn, en sum börn eru þó ekki tilbúin fyrr en um þriggja ára aldurinn.

Foreldrar byrja að meðaltali að kenna börnum sínum að nota koppinn um tveggja og hálfs árs aldurinn, en mikilvægt er að fylgjast vel með merkjum þess að barnið sé tilbúið.  Barnið getur jafnvel verið að vaxa upp úr stærstu bleyjustærðinni og foreldrarnir komnir með nóg af bleiuskiptum, en ef barnið þitt er ekki tilbúið, gæti verið að barnið taki tvö skref aftur á bak. Getur barnið gengið og sest niður? Getur það farið úr buxunum og farið í þær aftur?

Sjá einnig: Þvagleka má meðhöndla

Þegar barnið þitt er tilbúið, spyrðu sjálfa/n þig hvort þú sért líka tilbúin. Gakktu úr skugga um að þú hafir tíma og þolinmæði, því ferlið getur tekið nokkra mánuði. Þegar þú sérð að þið eruð bæði tilbúin, er gott að fara eftir þessum skrefum:

börn

Sjá einnig: Barnið mitt vill ekki sofa!

Þú skalt fjárfesta í góðri setu, en með því að barnið sjái að það sé sett eitthvað öruggt í þeirra stærð á klósettið, minnkar það oft kvíða þeirra. Finndu kopp eða setu sem hentar þínu barni og leyfðu barninu að velja með þér. Með því finnst því það hafa eignarhlut í sínu klósetti og eykur það líkurnar á því að það noti það meira. Þú getur jafnvel skrifað nafn þeirra á koppinn og leyft þeim að leika með hann.

Ef þú ert með setu, skaltu halda í barnið eða sjá til þess að það hafi eitthvað undir fæturna á meðan það situr.

Byrjaðu á því að leyfa barninu að setjast á koppinn eða setuna þegar það er klætt í öll fötin. Best er að gera það þegar sá tími kemur að þau þurfa að pissa eða kúka. Ef þú ert ekki nálægt klósetti, er gott að taka koppinn með sér, til þess að koma í veg fyrir að það verði “slys”, en þegar óhapp gerist, er mikilvægt að það sé ekki brugðist við á neikvæðan máta. Haltu uppi jákvæðninni við barnið á meðan þú ert að sinna verkefninu. Þegar barnið er að leik, er gott að taka pásu frá leiknum til þess að fara að pissa, því börn eiga það til að gleyma sér í leiknum.

Til að auðvelda æfinguna fyrir barnið, er gott fyrir það að vera í buxum sem auðvelt er að fara í og úr. Það getur virkað illa á barnið að lenda í veseni með fötin sín í hvert skipti sem það þarf að fara á klósettið og valdið þeim kvíða.

Settu uppbyggjandi og hvetjandi myndir nálægt. Sem foreldrar eigum við að aðstoða barnið og sjá til þess að þau fái þá hjálp sem þau þurfa, en sjónræn aðstoð getur létt undir hjá barninu og hvatt það áfram.

Börn eru afar misjöfn, svo það er algjör óþarfi að miða barnið þitt við önnur börn. Ekki þrýsta á sjálfa/n þig eða barnið, svo þú skalt bíða þar til þér finnst að barnið þitt er tilbúið. Það munu eflaust koma margir dagar þar sem barnið mun pissa á sig, en munið að halda staðfestunni og þolinmæðinni þegar þið farið af stað.

Sjá einnig: 9 rosalega játningar frá mömmum

Heimildir: womendailymagazine.com

 

SHARE