Litla stúlkan fæddist blind og sér nú í fyrsta sinn

Hin tveggja ára gamla Princesinha Nicolly fæddist með sjáldgæfan galla í augum sínum, sem olli því að vökvi myndaðist í augum hennar, sem síðan varð til þess að hún var blind. Móðir hennar deildi sögu hennar á Facebook, þar sem hún var að verða úrkula vonar um að fá úrlausnir á sínum heimavelli í Brasilíu. Eftir að sögu litlu stúlkunnar hafði verið deilt út um víða veröld, gat hún loksins farið í aðgerð sem leiðrétti ástand hennar.

Sjá einnig: Blind móðir sér um heimili sitt og börn

Nú hefur Princesinha fengið sjónina og fékk að sjá móðir sína í fyrsta sinn. Gert er ráð fyrir að hún þurfi að vera með gleraugu á næstunni til að laga sjón hennar enn frekar, en vonandi mun þessi aðgerð koma til með að gagnast henni í framtíðinni.

 

 

https://www.youtube.com/watch?v=eya4HzCFZcM&ps=docs

SHARE