Ljúffengar Chow Mein heilhveitinúðlur

Það er margt mjög spennandi í Blue Dragon vörulínunni og hef ég lengi verið forvitinn hvernig á að nota öll þessi hráefni. Ég ákvað því að láta vaða á að prófa sem flest og langar að deila því með ykkur. Hér er uppskrift að Chow Mein, maður hljómar sem svo mikill fagmaður að segja það en þýðingin er einföld, ,,steiktar núðlur”.

Undirbúningstími: 10 mínútur
Eldunartími: 15 mínútur
Fyrir hversu marga: Fjóra

Ef við ætlum í austurlenska stemmingu þá er skemmtilegast er að nota Wok-pönnu en það er líka hægt að nota stóra djúpa pönnu. Við byrjum því á að tryggja okkur góða pönnu.

Sjá einnig: Gómsæt steikt hrísgrjón með kjúkling

IMG_0795

Hráefni:

4 kökur af Blue Dragon heilhveitinúðlum

2 tsk af olíu, ég nota Filippo Berio ólívuolíu

2 tsk Blue Dragon pressað engifer

2 tsk Blue Dragon pressaður hvítlaukur

2 tsk Blue Dragon chillimauk

50 gr niðurskornir sveppir

8 stk vorlaukar

1 stk rauð papríka

2 stk stórar kjúklingabringur, ég þýddi Rose kjúklingabringur.

200 gr Blue Dragon baunaspírur í dós eða ferskar.

1 poki Blue Dragon Hoi Sin & Garlic Stir fry sósa

 

Kjúklingurinn:

Skerum kjúklinginn niður í netta munnbita, hitum olíu á pönnu og fullsteikjum. Það er gott að krydda kjúklinginn, með pipar, paprikudufti og örlitlu af salti. Tökum kjúklinginn af pönnunni og geymum til hliðar.

Núðlurnar:

Náið upp suðu í potti með smá salti og örlítilli olíu. Setjið núðlurnar út í sjóðandi vatnið og sjóðið í 2 til 3 mínútur. Hellið vatninu af, skolið snöggt undir köldu vatni þá stoppum við suðuna á nuðlunum við viljum ekki of sjóða þær. Saxið grænmetið á meðan suðan er að koma upp og hendið núðlunum út í á milli atriða í saxinu.

Byrjum að elda:

Setjum hæfilegt af ólívuolíu á pönnuna ekki hafa hana of heita, setjum pressaða engiferið, hvítlaukinn og chillimaukið á pönnuna og látum þetta krauma dálítið, nú byrjar allt að ilma mmmhh.

Bætum, paprikunni, vorlauknum, baunaspírunum og sveppunum út í og steikið í tvær mínútur.

IMG_0799

Næst smellum við kjúklingnum út í og blöndum Blue Dragon Hoi Sin & Garlic sósunni út í og hrærum saman. Tökum næst núðlurnar og blöndum saman af tilfinningu. Hér er ilmurinn orðinn verulega lokkandi.

Berið Chow Main réttinn  fram í fallegri skál og borðið með prjónum það er alltaf meiri stemming. Ég mæli með góðu hvítvíni með þessum rétt.

IMG_0803

 Hvítvínið sem ég mæli með er Matua Sauvignon Blanc frá Marlborough svæðinu  á Nýja sjálandi en þaðan koma nokkur fleiri mjög góð hvítvín sem við gerum betri skil síðar. Persónulega er ég meira fyrir þurr vín en þetta kemur skemmtilega á óvart, það örlar á sætu og örlítið af hressandi loftbólum, ferskur sítrus, létt sýra. Mjög skemmtilegt sumarvín sem ég held að höfði mjög vel til stelpnanna.

Sjá einnig: Syndsamlega ljúffengt satay-kjúklingasalat

Vertu með okkur í skemmtilegum leik þar sem þú getur unnið veglega gjafakörfu frá Blue Dragon og gott vín við hæfi. Eina sem þú þarft að gera er að setja athugsemd hér fyrir neðan og þú ert með í pottinum. Alla þessa viku verðum við með tvær Blue Dragon uppskriftir á dag og því fleiri uppskriftir sem þú setur athugsemdir við því meiri líkur á að þú fáir glæsilega gjafakörfu.

SHARE