Ljúffengt mexikóskt kjúklingasalat – Uppskrift

Tinna Björg heldur úti matarbloggi sem nálgast má hér. Þú getur fylgst með öllu því nýjasta með því að verða vinkona hennar á Facebook síðu hennar sem nálgast má hér. Hér er æðisleg uppskrift af kjúklingasalati fengin af matarbloggi Tinnu Bjargar:

Mexíkóskt kjúklingasalat
fyrir 4-6 manns
5 kjúklingabringur
1 iceberg höfuð
2 avocado
4 tómatar
1 dós chillibaunir
1 krukka ostasósa
taco krydd
salt
hvítur pipar
Kryddið kjúklingabringur með taco kryddi, salti og hvítum pipar og steikið í ofni við 180° í um 40 mínútur.
Rífið eða skerið iceberg kál í grunnt fat.
Skerið avocado og tómata í hæfilega stóra bita og dreifið yfir kálið.
Blandið saman chillibaunum og ostasósu í potti.
Hitið upp að suðu, lækkið hitann og látið krauma í nokkrar mínútur.
Skerið kjúklingabringur í bita og bætið saman við sósuna.
Hellið að lokum kjúklingaréttinum yfir salatið.
Berið fram með Doritos og ef til vill smá slettu af sýrðum rjóma.
Skyldar greinar
Láttu þér líða vel
Kjúklingasamloka með mozzarella og aioli majónesi
7 matarsamsetningar sem bæta heilsuna
Árstíðabundinn matseðill
Kleinurnar hennar mömmu
Heitasti morgunmaturinn
Almennt um matarsýkingar
Grillaður ferskur maísstöngull með hvítlaukssmjöri
Hummus
Beikonvafðar fylltar kjúklingabringur
Parmesanristaðar kartöflur
Kjúklingur með dijon parmesan hjúp
Súper einfaldur kjúklingaréttur
Ljúffengir leggir
Myndir
Döðlugott
Suðræn stemning og æðislegur matur