Lögreglan varar við innbrotum í íslenska heimabanka

Óprúttnir tölvuþrjótar hafa undanfarna sólarhringa sent út tilkynningar til grunlausra netverja hérlendis gegnum tölvupóst sem vísar til villu í heimabanka. Eru notendur í póstinum beðnir að fara inn á heimabankann sinn með því að smella á tengil sem gefinn er upp í póstinum, þar sem bankareikningur krefjist frekari staðfestingar.

Einhvern veginn svona lítur pósturinn út – takið eftir netfangi sendanda: 

10352257_855483974515152_5525178254871463708_n

Fjölmargir hafa sett sig i samband við lögreglu vegna málsins og sendi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu út formlega aðvörun á samskiptamiðlum í gær þar sem almenningur er beðinn að vera á verði og láta ekki ginnast þó orðsendingarnar virðist við fyrstu sýn saklausar.

Á Facebooksíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir jafnframt:

Okkur eru að berast tilkynningar um að fólk sé að fá pósta sem biðja það um að fara inn á heimabankann sinn. Þetta eru tilkynningar frá óprúttnum aðilum sem hafa sett upp falska slóð.

Lögreglan biður fólk í lengstu lög að smella alls ekki á tengilinn, né deila neinum upplýsingum án þess að hafa gengið fyllilega úr skugga um að ekki sé um falska síðu að ræða. Segir jafnframt í tilkynningu lögreglu á Facebook:

Ekki fara á tengilinn eða setja inn neinar upplýsingar þar. Það er góð almenn regla að fara aldrei inn á heimabanka eða annað eins og Ebay, Paypal eða áþekkar síður í gegn um tengil sem að þér er sendur. 

Hér ítrekar lögreglan mikilvægi þess að lesa vandlega vefslóð og netfang sendanda áður en lengra er haldið:

Ef þú þarft að gera það þá lokar þú vafraranum og opnar upp á nýtt og ferð beint á viðkomandi síðu með því að slá inn rétt netfang en ALDREI í gegn um tengil í tölvupósti.

 

Þá segir lögreglan einnig lítið mál að skera úr um hvort um falskan tengil sé að ræða; nóg sé oft að lesa netfang sendanda og skoða vefslóðina sem fylgir með slíkum sendingum. Sé brenglun í netfangi eða vefslóð – jafnvel þó aðeins virðist um örlitla breytingu vera að ræða – sé tengillinn falskur.

Að endingu biður lögreglan almenning að deila og gera öðrum viðvart:

10985584_855484537848429_6327729562144012679_n

11011054_855484507848432_6602401549462947250_n

SHARE