Lummurnar hennar Ömmu pimpaðar upp

Frábær stafli af lummum með harðarberjum á milli, tilvalið með ís eða rjóma.

Lummurnar hennar Ömmu í nýjum búningi fyrir þá sem eru viljugir að gera hafragraut er þessi snilld. En hinir þurfa að byrja á að gera grautinn.

Frábær stafli af lummum með harðarberjum á milli, tilvalið með ís eða rjóma.
Frábær stafli af lummum með jarðarberjum á milli, tilvalið með ís eða rjóma.
Daginn áður er best að huga að undirbúningnum. Þá skerðu niður jarðarber í skál c.a 200 gr stráðir 50 gr af sykri yfir þau, settu plast yfir skálina, láttu skálina standa í ísskáp yfir nótt. Þarna býrðu til góða jarðaberjasósu, ef þú setur meiri sykur verður hún þykkari.
Svo eru það lummurnar.
Fyrst eldarðu hafragraut, c.a 2 dl haframjöl í vatn og 1/2 tsk salt hitaðu þetta í svona 5 mín og taktu af, skelltu í hrærivél ásamt:

200 gr hveiti,
2 egg
2 msk sykur
2 msk vanilludropar
mjólk eftir þörfum, hafa þetta mátulega þykkt.

 

Hitaðu pönnukökujárn og bakaðu 4 grautarlummur, settu 2 matskeiðar af skornum jarðarberjum með safa á disk, settu lummu yfir og 2 matskeiðar yfir lummuna, settu aðra lummu ofaná.
2 matskeiðar af skornum jarðarberjum með safa á lummuna og lummu ofaná það og aðrar 2 matskeiðar af skornum jarðarberjum á þá lummu. Berið fram með vanilluís.
Þeyttur rjómi er svo auðvitað alveg tilvalinn með og að nota heita Mars íssósu.

2 Mars stór (það má nota Snickers líka)
1 dl síróp (má vera hlynsýróp)
2 dl rjómi
100 gr dökkt súkkulaði.

Látið malla í potti við vægan hita uns sósan þykknar.

Setjið smá sósu á diskinn og stráið smá flórsykri yfir til að vera „pró“.
Fleiri uppskriftir er að vinna á Matarsíða lötu konunnar
SHARE