Mango chutney bleikja sem slær öllu við!

Þessi dásmlega bleikja er frá Gulur, Rauður, Grænn & Salt

Bleikja í mangóchutneysósu
Fyrir 4

700 -800 g bleikja
1 krukka (250 ml) mango chutney, t.d. Patak’s Sweet Mango chutney
6 hvítlauksrif, söxuð smátt
2 cm engifer, saxað smátt
2 msk soyasósa, t.d. Blue dragon dark soy sauce
svartur pipar

  1. Blandið mangó chutney, engifer, hvítlauk og soyasósu saman í skál og piprið að eigin smekk.
  2. Skerið bleikjuna minni stykki og þekjið með chutney blöndunni og látið marinerast í ísskáp eins lengi og tími gefst til.
  3. Setjið í fiskigrind og grillið eða látið í ofnfast mót og eldið við 160°c í um 10 mínútur eða þar til bleikja en fullelduð.
  4. Berið fram með sætum kartöflum og grísku salati með blómkáls kúskús.

 

Skyldar greinar
Hummus
Fiskur í tómat og feta
Fiskibollur
Myndir
Döðlugott
Sykurpúðakakó
Fiskur með kókosflögum og basil
Ávaxtakaka með pistasíum
Drykkur sem bætir brennsluna á nóttunni
Gulrótaterta með kasjúkremi
Þorskur undir krydduðum osta- og rasphjúp
Brasilísk fiskisúpa
Þorskur með snakkhjúpi
Þorskhnakkar í karrísósu með lauk og eplum
Myndband
Svona færðu bragðgóðan kjúkling
Bananasplit í glasi með salthnetum og rjóma
Saltfiskur með mangó chutney – Einfaldur og góður