Martröð í raunveruleika

Hanna Rún dansari lenti í hrikalegri reynslu á Rússnesku sjúkrahúsi nýlega og sagði frá því á bloggi sínu:

Ég hef ákveðið að segja ykkur frá hræðilegri lífsreynslu sem ég lenti í fyrir stuttu þegar við  fjölskyldan fórum í frí til Rússlands að hitta fjölskyldu hans Nikita. Á laugardeginum veiktist ég og kastaði mjög mikið upp. Kvöldið áður en ég fór að sofa fann ég djús inní ísskáp sem var mjög súr en ég var svo þyrst svo ég drakk hann samt.

Um klukkan rúmlega 3 um nóttina vaknaði ég með hræðilega verki ofarlega hjá brjóstinu, það var sama hvernig ég lá eða stóð, verkirnir voru alltaf jafn sárir og fóru bara versnandi eftir því sem tímanum leið. Á  einum tímapunkti var eins og ég hafði verið stungin í bringuna með nokkrum hnífum og salti hellt ofaní sárin….sviðinn og verkirnir voru hryllilegir. 

Þegar við vorum loksins komin uppá sjúkrahús tóku nokkrir læknar á móti okkur, mér var farið að svima og átti erfitt með að hugsa vegna verkja, en um leið og ég steig fæti inná sjúkrahúsið þá fyrst byrjaði martröðin….

 

image14-767x1024

Hanna segir að allt umhverfið og hjúkkurnar hafi minnt hana á atriði úr hryllingsmynd.  Hún var látin koma sér fyrir á hörðum trébekkjum og engin mjúk rúm í kringum hana. Læknarnir töluðu hratt og mikið læknamál sem Hanna skildi ekki, skoðuðu hana, mældu blóðþrýsting og settu hana í hjartalínurit.

Nikita, eiginmaður hennar, var frammi að fylla út skýrslur og móðir hans var hjá Hönnu. Móðir hans fór svo fram og þá var Hanna ein í herberginu.

 

Ég lá ein inni í smá stund þegar ég heyrði einhvern koma inn um dyrnar, allt í einu var síðan gyrt niður um mig og ég sprautuð í rassinn. Mér brá mjög mikið þegar sprautunni var þrykkt inní rasskinnina mína,  þetta var ekkert svona sæt þunna nál eins og heima á Íslandi heldur kýs ég að kalla þetta prjón. Ég varð mjög reið yfir því að læknirinn hafi komið inn og gyrt niður um mig án þess að láta mig vita og sprautað mig með einhverju sem ég vissi ekkert hvað væri, mér brá þegar hann sprautaði mig því fyrst hélt ég að þetta væri Svetlana mamma hans Nikita að koma til baka. Stuttu eftir að ég var sprautuð kom Nikita inn í herbergið til mín, ég spurði hann hvort hann vissi hvað ég hefði verið að fá, en  hann vissi ekki einu sinni að það hefði einhver komið inn og hjúkrunarfræðingarnir vissu heldur ekkert, ekki var það eitthvað til að róa mig. Það þurfti að finna lækninn sem kom inn til að finna út hvað mér hefði verið gefið, ég gat auðvitað ekkert hjálpað þar sem ég sá aldrei lækninn almennilega.

 

Hanna fékk ekki að vita nákvæmlega hvað var sprautað í hana en henni skildist að þetta hefði verið eitthvað til að víkka æðarnar. Hún var svo sett í sjúkrabíl, laus án alls öryggis og kastaðist til í bílnum.

Við keyrðum í sirka 20 mínútur því það þurfti að fara með mig á annað sjúkrahús. Bílstjórinn sem keyrði bílinn keyrði eins og glanni og ég var nokkrum sinnum næstum dottin af rúminu enda hafði ég eiginlega ekkert til að halda mér í. Vegurinn sem við keyrðum á var svo holóttur eins og mjög slæmur sveitavegur heima á Íslandi að bílinn hoppaði og skoppaði.  

 

Á hinum spítalanum tók lítið vingjarnleg hjúkka á móti henni. Hún öskraði og gargaði á fólk í kring en Hanna fékk að vita að svona væri eðlilegt á þessum slóðum. Henni var keyrt af stað í hjólastól af þessari skemmtilegu hjúkku og hún passaði að Nikita og móðir hans kæmust ekki of nálægt henni.

 

Ég bað hann að segja konunni að stoppa því ég yrði að komast á klósettið, það var ekki vinsælt að ég þurfti að fara að pissa svo pirruð  ýtti hún mér á klósettið og sagði mér að flýta mér…. ég átti ekki til orð þegar ég opnaði kósettherbergið, gólfið var allt rennandi blautt og drulluskítugt með blautum pappír útum allt, það var búið að setja einhverskonar pott lok á klósettið i staðin fyrir setuna sem var greinilega dottin af, klósettið var troðfullt af hlandi og saur. Ég setti peysuna mína yfir nefið og reyndi að anda svoleiðis því lyktin var hryllileg. Ég stóð fyrir ofan kósettið og passaði mig að snerta ekkert og reyndi að miða ofaní klósettið. Vaskurinn var fullur af blóði svo það var ekki séns að þvo sér þar.

 

image

(Þetta var eitt af klósettunum sem ég fór á en þetta var mun skárra en það fyrsta)

image

image

Ég var því næst sett í röntgen og þar teknar myndir. Þegar við vorum búin þar var farið með mig inní herbergi þar sem 5 læknar voru eitthvað að spjalla, við hliðiná þeim var opið herbergi sem voru án dyra og þar sat kona. Hún kom labbandi að mér og sagði mér að fara úr öllu að neðan, Nikita spurði hana hvers vegna ég þyrfti þess, hún sagði að það stæði á blaðinu sem hún fékk að hún ætti að kíkja upp leggöngin og skoða þar og ég ætti að drífa mig. Ég bað Nikita vinsamlegast að spurja hana vers vegna í ósköpunum þau vildi skoða leggöngin á mér þegar ég væri með verk í brjóstinu. Þau vildi athuga invortis blæðingar sem ég vissi svosem að væri ekki en ákvað að vera ekkert að þræta í þessu liði þar sem ég vissa að það þýddi lítið. Nikita  spurði hana síðan hvort ég fengi ekki eitthvað smá skýli til að klæða mig úr og kannski slopp, hún horfði á hann með svip og sagði svo að það væri ekkert svoleiðis hér. Ég klæddi mig því úr og reyndi að toga peysuna aðeins niður svo ég væri ekki að labba allsber fyrir framan hina.

image

Þarna fyrst fór hjartað mitt að slá heldur hratt….

Nú var ég ein með mömmu hans Nikita sem talaði enga ensku og ég vissi ekkert hvað beið mín…

Ég var sett inní herbergi sem lyktaði ógeðslega af myglu og mikilli mengun því það var vinnubíll fyrir utan og gluggarnir allir opnir og mér leið eins og ég væri stödd á bensístöð. Ég settist á rúmið en vildi ekki leggjast þar sem koddinn sem ég fékk var allur gulur og lyktaði illa. Mamma hans Nikita vafði úlpunni sinni utanum koddann svo ég gæti legið.

image

image

Útsýnið mitt frá rúminu þar sem ég lá. Ég fékk alltaf í magann í hvert skipti sem þessi hurð var opnuð…

 

Ég vissi að það var eitthvað mikið í gangi. Mamma hans Nikita strunsaði aftur inní herbergi og reyndi að útskýra fyrir mér hvað væri í gangi, ég átti erfitt með að skilja hana en það sem ég skildi og var  nokkuð viss um að ég væri að skilja rétt, þá vildu þau fara með mig inná skurðstofu og skera mig upp!!!!!… Nikita sagði mér hvað mamma sín hafi sagt og ég skildi hana rétt , læknarnir vildu fara með mig inná skurðstofu og skera mig upp BAAARA svona til að sjá hvort að líffærin litu vel út!…Nikita var brjálaður og sagði þeim að það kæmi ekki til greina!!!!!…. og afhverju í fjandanum vildu þeir gera það!!!!….

Hanna var svo keyrð í hjólastól inn á skurðstofu:

Þeir sögðu við Nikita að ég myndi ekki fara í magaspeyglun en um leið og læknirinn skelltu á hann sögðu þeir mér að setjast í hjólastólinn, ég sagði þeim að ég ætlaði ekki í magaspeyglun, það var ekkert hlustað á mig og ég var keyrð eftir endlausum göngum sem litu úr eins og í hryllingsmynd!…síðan var farið með mig inní herbergi og ég lögð á bekk þar sem ein konan hélt í fæturnar mínar,ein sá um að halda hausnum mínum og svo var það læknirinn sem sá um restina. Það var settur uppí mig hólkur svo það var engin leið fyrir mig að bíta saman né streitast á móti. Ég sá lækninn draga fram snúru sem var JAFN ÞYKK og ég er EKKI að ýkja en snúran var jafn þykk og garðslangann sem við erum með útí garði!… ég hef farið í magaspeyglun á Íslandi áður og þá fékk ég kæruleysislyf fyrst og svo var örþunn snúra sem fór ofaní. Þegar ég sá snúruna reyndi ég að segja NEI!!!.. en ég gat það ekki og auðvitað þóttust þau ekkert skilja enda var ég með þennan helvítis hólk uppí mér. Læknirinn tróð slöngunni ofaní og ég kúgaðist og kúgaðist, fyrst náði ég ekki andanum snúran var svo þykk og mér leið eins og það væri verið að kæfa mig. Ég reindi að róa sjálfa mig niður og hugsaði um eitthvað fallegt. Það var mjög erfitt að anda og ég hélt að læknirinn ætlarði aldrei að taka snúruna upp. Hann var mjög harðhenntur og ég fann hvernig snúrann ýtti á magann og allt inní mér. Ég horfði á mömmu hans Nikita sem að grét og grét og gat ekkert gert.

image

Ég fann til með hinum sjúklingunum. Ég mætti nokkrum á leiðinni út sem að annaðhvort lágu og sváfu á gólfinu eða sátu bara og horfðu á okkur labba burt, þau voru skýtug og þeim leið greinilega ekki vel. 

image

Ég og Nikita flýttum okkur svo út….Mér er óhætt að segja að öryggisgæslan var ekki sú besta heldur ….

image

Lesið færsluna í heild sinni hér. 

 

SHARE