Matur og kökur sem henta vel í ferminguna – Uppskriftir

Heitir, kósý og fallega fram bornir pottréttir geta verið frábær nýjung í fermingaveislum ásamt girnilegu eftiréttahlaðborði.

Auðveldur og ódýrari kostur sem gæti hentað þinni stórfjölskyldu.

Buffalo kjúklingachilli (fyrir 5 manns)

2 msk olífuolía         photo1[3]
1 stór laukur
Sellerí
1 stór gulrót
5 hvítlauksgeirar
4-5 msk chili powder
2 tsk cumin
1 tsk reykt paprika
500 gr kjúklingalundir, skornar í bita
1 dós mexican refried beens
2 dósir tomato sauce
1 dós niðursoðnir tómatar
¼ bolla hotsauce/ hotwingsauce
115 gr rjómaostur
Rifin cheddar eða gráðostur yfir

Hita olífuolíu í potti á miðlungshita og steikið lauk, selleri og gulrót í um 5 minutur.

Bætið hvitlauknum við og kryddunum og steikið í um mínútu. Bætið kjúklingnum, baununum, tómatsósunni og niðursoðnu tómötunum við og steikið áfram í 20-25 mínútur

Blandið rjómaosti og hotsauce saman þar til mjukt.

Borið fram með rifnum cheddar eða gráðaosti.

—————

Nachos

2 stóra tortillu flögupoka
Pico de gallo

(Ofan á)

4 tómatar
1 grænt chili
1 rauðlaukur
Salt

Allt skorið i litla bita

Nautahakksbaunablanda

Ostasósa
1 msk olífuolía
500 gr nautahakk
4 hvítlauksgeirar
1 lítill laukur
1 rautt chili
1 tsk salt
1 ½ tsk chilipowder
1 ½ cumin
2 tsk cayenne pipar
1 dós mexican black bean eða refried beans

Komið tortilla flögunum fyrir á disk
Hitið olíu og bætið við hvítlauk, lauk, og chili og steikið í 2 mínútur

Bætið þá nautahakkinu við og kryddið með salti, chili, cumin og cayenne. Þegar hakkið er orðið eldað er bætt við baunum og látið malla í smá stund.

Hitið ostasósu í potti þar til volg, hellið yfir flögurnar setjið hakkblönduna jafnt yfir og ostasósu þar næst yfir og að lokum pico de gallo. Borið fram með heimagerðu guaqamolé og salsasósu.

Guaqamolé

½ bolli kotasæla
blandað við vel þroskuð avokado
1 tsk af sítrónusafa
1 tsk af limesafa
½ bolla söxuðum tómötum
1 tsk af hvítlauk

 

—————–

Kínverskur lambapottréttur frá Hagamel (fyrir 8-10 manns)

Með hvítlauksbrauði, gulum baunum og hrísgrjónum

500 gr lambagúllas
Skera kjötið í litla bita,
2 eggjarauður
5 msk olía
1 tsk karry
2 tsk lambakraftur
1 ½ tsk sykur
1 tsk salt
2 tsk sósulitur
2 msk worchestire sósa
1 msk soya
1 msk kartöflumjöl
Smá af mjólk

Öllu blandað saman í stóran pott, kjötið látið liggja í leginum í ½ sólarhring.

Þegar hitað upp er réttinum leyft að krauma í 10-15 mínútur með smáræði af vatni og ½ pela rjóma. Borið fram með hvítlauksbrauði, gulum baunum, hrísgrjónum og jafnvel hrásalati.

Gularbaunir:

Frosnar gular baunir

Ca. 2 msk af smjöri og ca. 3 tsk salt – öllu blandað saman þar til baunirnar verða mjúkar

———————

Í eftirrétt getur verið sniðugt að bjóða uppá „litla bita“ með kaffinu eins og karmellu-billjónerastykki og risavaxna Skógaberja „gateaux“ súkkulaðiköku sem er ómótstæðileg kaka.

Skógarberja „Gateaux“ súkkulaðikaka

6 egg                                                                                     photo2[5]
220 gr sykur
350 gr suðusúkkulaði (200gr saxað niður)
75 gr hveiti
4 msk hveiti
Skvetta af kirsuberjalíkjör

Fylling:

200 gr mascarpone ostur
150 ml þeyttur rjómi
Fræ úr einni vanillustöng
50 gr rjómasúkkulaði, saxað
400 gr kirsuber í dós
400 gr kirsuber
100 gr Red currants (fæst í frostnum pokum)
100 gr bláber
100gr hindber

Krem

350 gr suðusúkkulaði
250 ml matreiðslurjómi
Smá mjólk
Sma kirsuberjalíkjör (má sleppa)

Aðferð

Eggin þeytt í nokkrar mínutur á miðlungshraða, sykri bætt við og þeytt í nokkrar mínútur. 200 gr af súkkulaði brætt yfir vatnsbaði.
Með járnskeið er hveiti og kakó bætt varlega við sykurblönduna. Súkkulaðinu bætt við. Blanda vel saman og sett í 2 smurð form og bakað við 180 gráður í 20-25 mínútur. 

Þegar botnarnir hafa kólnað er smá kirsuberjalíkjör leyft að dropa yfir þá.

Blandið saman mascarpone og þeyttum rjóma í skál og blandið vel saman. Bætið við saxaða súkkulaðinu og vanillufræjunum. Blöndunni er Smurt á botninn ásamt meirihlutanum af berjunum.

Restin af berjunum fer ofan á ásamt súkkulaði ganache

Súkkulaði ganache

Brjótið súkkulaði í hitaþolna skál. Sjóðið rjóma upp að suðumarki og hellið yfir súkkulaðið, leyfið að setjast í nokkrar mínutur aður en hrært saman. Bætið við mjólk og likjör ef vill. Sett yfir kökuna.

Karamellubilljónerastykki

Botn:
2 bollar smjör
1 bolli sykur
¼ bolli púðursykur, ljós                           photo4[4]
3 ¾ bolli hveiti
1/2 tsk salt

Setjið bökunarpappir í eldfast mót. Sykur og smjör hrært saman þar til létt og ljóst hveiti og salti bætt við. Sett í eldfast mót og bakað við 180 gráður í 30-35 mínútur.

Karamella

2 bollar sykur
12 msk smjör
1 bolli rjómi
1 tsk fínt sjávarsalt

Hita sykur á pönnu við mikinn hita. Þegar sykurinn byrjar að bráðna er gott að hræra í sykrinum þar til hann bráðnar. Smjöri hrært saman við. Pannan tekin af og rjómanum bætt við. Salti hrært við. Kæld í 10 mínútur.

Kökudeig

1 bolli smjör við stofuhita
½ bolli sykur
1 bolli púðursykur, ljós
2 msk rjómi
1 msk vanilla
1 ½ bolli hveiti
½ tsk salt
½ bolli súkkulaðidropar

Smjör og sykur hrært saman, rjóma, vanillu bætt við. því næst er hveiti og salti blandað við ásamt súkkulaðibitum. Kælt í ísskap á meðan ganache er undirbúið.

Ganache

1 ½ bolli dökkir súkkulaðidropar
1 bolli rjómi
1 msk vanilla

Þetta er svo allt sett saman ofan á botnana, karamellan, kökudeigið og Ganache.

 

 

Brauðréttir, súpa og kökur í veisluna – Uppskriftir

Einfaldar og góðar kökuuppskriftir í ferminguna 

 

SHARE