Mexíkóskur ostborgari með heimagerðu guacamole og tómatasalsa

 

Þessi veisla fyrir bragðlaukana er frá Gulur, rauður, grænn & salt

Mexíkóskur ostborgari 
1 kg nautahakk
3 hvítlauksrif, smátt söxuð
45 g brauðmylsnur
1 egg
½ tsk kóríanderkrydd
½ tsk cumin (ath ekki kúmen)
½ tsk kanill
½ tsk negull
1 tsk paprikukrydd
salt og svartur pipar
ostsneiðar
6 hamborgarabrauð

Guacamole
3 mjúk avacado
safi úr ½ lime
salt og pipar

Tómatsalsa
3 mjúkir tómatar, saxaðir fínt
1 rauðlaukur, saxaður fínt
½ búnt steinselja, fínt söxuð
½ rautt chilí, fínt saxað (fjarlægið fræin ef þið viljið ekki hafa þetta spicy)
salt og pipar

  1. Gerið hamborgararna með því að blanda öllum hráefnum fyrir þá saman í skál og blandið vel saman. Mótið hamborgara út deiginu. Grillið eða steikið á pönnu og setjið ostinn á þegar þið steikið þá á hinni hliðinni og leyfið ostinum að bráðna.
  2. Gerið guacamole með því að setja avacado í skál ásamt límónusafa og saltið og piprið að eigin smekk.
  3. Gerið tómatsalsa með því að blanda öllum hráefnunum saman í skál. Setjið draumahamborgarann saman og njótið vel.
Skyldar greinar
Grillað Kofta með guðdómlegri tzatziki sósu og flatbrauði
Tryllt bananakaka með súkkulaðibitum
Brownies – þær bestu!
Grillaðar sætkartöflur með sítrónu-kóríander dressingu
Humarpasta með tómatbasilpestói
Ciabatta með pestókjúklingi
Sæt með fyllingu
Ljúffengi og litríki fiskrétturinn
BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli
Sælgætis múslíbitar
Mexíkóskur fajitaskjúklingur með jalapenosmarineringu
Spínat berjasalat með chia hindberjadressingu
Þriggja laga hráfæðinammi!
2
Samloka með kjúklingabauna- og avocadosalati
Sumarsalat með jarðarberjum og balsamik kjúklingi
Pastasalatið sem slær alltaf í gegn