Nautasalat með sweet chillí-lime sósu

Þetta svakalega girnilega salat er frá Gulur, Rauður, Grænn & Salt

Asískt nautasalat með sweet chilí dressingu
Fyrir 4
5-600 g gott nautakjöt (150 g á mann), t.d. sirloin eða fillet
ca. 1-2 msk fiskisósa, t.d. fisk sauce frá Blue dragon
1 tsk olía
1 agúrka, skorin langsum
1 rauðlaukur, helmingaður og skorinn í þunnar sneiðar
4 vorlaukar, smátt skornir
24 kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
1 pakki fersk mynta, söxuð
4 msk ferskt kóríander, saxað
1 poki Hollt og Gott salatblanda eða lífrænt spínat

Dressing
180 ml chilí sósa, t.d. Sweet chilli sauce frá Blue dragon
börkur af 2 límónum, rifinn fínt
2 tsk fiskisósa

  1. Nuddið steikina með fiskisósunni og kryddið með salti og pipar. Hitið olíu á pönnu og steikið í 2-3 mín á hvorri hlið eða þar til kjötið er eldað eins og ykkur líkar best. Leyfið kjötinu að standa í um 5 mínútur áður en það er skorið.
  2. Setjið salatblönduna, agúrku, rauðlauk, vorlauk, tómata, myntu og kóríander saman í skál ásamt kjötinu og safanum af kjötinu sem varð eftir á pönnunni.
  3. Gerið sósuna með því að hræra saman sweet chilí sósu og límónusafa. Hellið smá af sósunni yfir grænmetið og blandið vel saman. Berið afganginn af sósunni fram með salatinu. Ef ég á salthnetur finnst mér gott að saxa þær og bera þær fram í skál svo hver og einn geti stráð yfir salatið sitt.

 

Skyldar greinar
Láttu þér líða vel
7 matarsamsetningar sem bæta heilsuna
Árstíðabundinn matseðill
Almennt um matarsýkingar
Parmesanristaðar kartöflur
Suðræn stemning og æðislegur matur
Myndband
10 fjölskyldur með stórfurðulegar matarvenjur
Wok-réttur með nautakjöti
Tandoori kjúklingasalat
Rauðrófupestó með kjúklingi og flatbrauði
Þarmaflóran hefur áhrif á skap og líkamsþyngd
Þorskur undir krydduðum osta- og rasphjúp
Ekki endurhita þessi matvæli
Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil
10 matvæli sem koma í veg fyrir minnisleysi
5 merki þess að þig vanti bætiefni