Neitar að sleppa górilluunganum sínum sem dó í vikunni

Í dýragarðinum Frankfurt Zoo í Þýskalandi eignaðist górillan Dian tvíbura þann 15.september. Dian hugsar ákaflega vel um báða ungana en annar unginn hefur þó verið dáinn í nokkra daga.

Sjá einnig: SKELFILEGT: Górilla sprengir öryggisgler í dýragarði sökum áreitis

Þann 15. september fæddi Dian górilluungana sína en heilsu annars ungans fór hrakandi mjög fljótt og var hann látinn 17. september.

Dýragarðurinn hefur ákveðið að leyfa Dian að halda í látna ungann í stað þess að neyða hana í að sleppa honum. Yfirmenn í dýragarðinum eru einnig áhyggjufullir að Dian muni bregðast við með því að meiða górilluungann sem er enn lifandi. Ef Dian væri gefin róandi lyf gæti það haft áhrif á brjóstamjólkina hennar.

Sjá einnig: Górilla og lítil stúlka leika sér saman – Myndband

Dian verður því leyft að halda látna unganum þangað til hún er tilbúin að sleppa honum.

980x

 

SHARE