Upplifðu nýja stemmingu við grillið þitt í sumar

Þú getur upplifað nýja og skemmtilega stemmingu við grillið þitt í sumar. Breyttu grillinu í austurlenskt útieldhús eða æðislegan pizzastað á pallinum eða alvöru steikarstað.
Leiktu þér með mismunandi aukahluti eins og WOK pönnu, pizzastein, sizzler grillgrind sem gerir steikurnar ómótstæðilegar.

Ég var að uppgvötva skemmtilegar leiðir sem hafa slegið í gegn á pallinum hjá mér í sumar. Það er eitthvað sem tengir hellisbúann hjá mér við að elda á eldi. Ég er ekki bara Hellisbúi ég er líka græjukall sem varð til þess að ég átti erfitt með mig þegar ég skoðaði aukahluti fyrir Weber grilli.
Nýlega tók ég gamla Weber-inn í gegn, alþryf, skipti um brennara og aðra nauðsynlega varahluti eftir 10 ára notkun (sjá nánar hér) en þegar ég var að skoða varahlutina þá gerði ég skemmtileg mistök, ég skoðaði aukahlutina líka.

Það kveikti í mér að það væri hægt að skapa fjölbreytta stemmingu við grillið með allskonar aukahlutum. Ég lét vaða í nýja grillgrind sem tekur betur í sig hita en sú gamla og gefur skemmtilegri grillrendur og ég get breytt upplifað austurlenskt útieldhús, ítalskan pizzustað eða amerískt steikhús.
Það er líka frábær kostur að geta eldað allt úti, allan ársins hring og þurfa ekki að bræla húsið þegar steikingin er í hávegum.

Weber grillgrind fyrir aukahluti

 

Weber grillgrind og Wok panna

Ég byrjaði á austurlenska ævintýrinu með Wok pönnu frá Weber en það er ólýsanlega gaman að snöggsteikja grænmeti og kjöt á funheitri Wok pönnunni. Prófraunin var geggjaður Satay kjúklingaréttur sem ég mæli með að þið prófið hvort sem þið látið vaða í Wok pönnu fyrir grillið eða ekki. 

IMG_1216-1024x682

Ef ykkur langar að upplifa fjölbreytileika við grillið í sumar þá mæli eindregið með WOK pönnunni, fylgist með þegar við prófum fleiri möguleika og þið gætuð unnið skemmtilega aukahluti við grillið.

Okkur langar að gefa heppnum lesanda gjöf.

Ef ykkur langar að uppfæra Weber grillgrindina ykkar þá þarf bara að skilja eftir skemmtilega athugasemd hér að og þú gætir nælt þér í nýja grillgrind frá Weber.

Góða skemmtun í sumar við grillið og sendið okkur endilega skemmtilegar grillmyndir ef þið eruð að prófa eitthvað nýtt.

SHARE