Ofnbakað pasta með nautahakki – Uppskrift

Frábær uppskrift sem að krakkarnir elska frá Evabrink.com

Ofnbakað pasta með nautahakki

250 gr. penne pasta
250 gr. nautahakk
1 laukur
500 gr. Hunt’s Four Cheese pastasósa
3/4 dolla af sýrðum rjóma
150 gr. feta-ostur með hvítlauk og kóríander
100 gr. rifinn mozarella ostur
Parmesan ostur

Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum. Saxið laukinn smátt og steikið upp úr olíu á pönnu ásamt hakkinu þar til vel brúnað, saltið og piprið eftir smekk. Bætið pastasósunni ofan í og leyfið að malla í u.þ.b. 15 mínútur. Setjið feta-ostinn í skál og stappið gróflega með gaffli og bætið svo sýrða rjómanum ofan í skálina og hrærið vel saman. Setjið helminginn af pastanu í botninn á eldföstu móti, smyrjið feta-ostsblöndunni jafnt yfir og svo helmingnum af kjötinu af pönnunni. Setjið því næst restina af pastanu ofan í, rifna mozarella ostinn og svo restina af kjötinu. Toppið með rifnum parmesan osti. Bakið við 175°C í u.þ.b. 30 mínútur. Ég bar réttinn fram með beyglu-hvítlauksbrauðinu góða og bragðaðist þetta yndislega vel saman! Ég bætti parmesan osti ofan á brauðið áður en ég setti það í ofninn og kom það æðislega vel út.

img_5957

img_5964

SHARE