Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil

Þvílík og önnur eins sæla. Þessir graskersbitar eru svakalega góðir og koma frá Albert Eldar.

Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil.

Grasker eru vanmetin, þau eru bæði holl, góð og falleg. Fann acorn grasker í Gló í Fákafeni, eftir að hafa fræhreinað það tók ég það mesta utan af, síðan var það kryddað og bakað og sætur ilmurinn minnti helst á snúðakökubakstur. Ef þið finnið ekki acorn grasker þá má notast við venjulegt grasker.

1 Acorn grasker

3 msk góð olía

2 tsk kanill

2 msk púðursykur

1 tsk salt

smá pipar

Skerið graskerið í tvennt, fræhreinsið og setjið í eldfast form. Blandið saman olíu, kanil, púðursykri, salti og pipar. Hellið yfir graskerið, blandið vel saman og bakið í 30 mín við 180°

Kjörið meðlæti með flestum mat

 

Albert eldar á Facebook 

Skyldar greinar
Láttu þér líða vel
7 matarsamsetningar sem bæta heilsuna
Árstíðabundinn matseðill
Almennt um matarsýkingar
Parmesanristaðar kartöflur
Suðræn stemning og æðislegur matur
Myndband
10 fjölskyldur með stórfurðulegar matarvenjur
Rauðrófupestó með kjúklingi og flatbrauði
Ávaxtakaka með pistasíum
Þarmaflóran hefur áhrif á skap og líkamsþyngd
Gulrótaterta með kasjúkremi
Þorskur undir krydduðum osta- og rasphjúp
Súkkulaði- og hnetugóðgæti
Sírópslengjur sem bráðna í munninum
Ekki endurhita þessi matvæli
Saltfiskur með mangó chutney – Einfaldur og góður