Ofureinföld tómatsúpa með tælensku ívafi

Þessi einfalda og bragðgóða súpa er frá Gulur, Rauður, Grænn & Salt. 

Thai tómatsúpa
1 msk ólífuolía
1 lauk
2 gulrætur, saxaðar
1 rauð paprika, söxuð
1 msk engifer, rifið
1 msk thai red curry paste, t.d. frá Blue dragon
1 dós (400g) saxaðir tómatar
1 dós (400) g kókosmjólk, t.d. frá Blue dragon
1 stöng sítrónugras (eða hýði af ½ sítrónu,fínrifið)
1 msk tómat puree
1 msk hrásykur
2 msk basilíka
150-200 ml vatn

  1. Hitið olíu á pönnu við meðalhita.
  2. Bætið lauk, gulrótum og papriku saman við og hrærið í 3 mínútur.
  3. Bætið engifer og curry paste og steikið í um 30 sekúndur.
  4. Bætið hinum hráefnunum saman við nema basilíkunni. Leyfið að malla með loki á í um 20 mínútur eða þar til grænmetið er orðið mjúkt. Fjarlægið sítrónugrasið (ef þið notuðuð það) bætið basilíkunni saman við og maukið í matvinnsluvél.
  5. Setjið súpuna aftur á hitann og bætið um 150 – 200 ml af vatni til að þynna súpuna. Hitið vel og leyfið að malla smá.  Berið fram etv. með góðu brauði.
Skyldar greinar
Grænmetissúpa
Blómkálssúpa með rauðu karrý
Austur-afrísk grænmetissúpa með hnetum og sætum kartöflu
Íslensk kjötsúpa
Humarsúpa
Aspassúpa – Vinsæll forréttur um hátíðirnar
Brasilísk fiskisúpa
Brauðsúpa – rúgbrauðssúpa
Fiskisúpa að vestan
Fiskisúpa með karrí og eplum
Einföld og gómsæt tælensk fiskisúpa
Víetnömsk núðlusúpa með nautakjöti
Gómsæt blómkálssúpa með eplum og beikonbitum
Gómsæt kjúklingasúpa með eplum, karrí og engifer
Tómatsúpa með grillaðri papriku, stökku beikoni og fetaostkurli
Krassandi papríku og tómatsúpa