Omnom salatvefja með chilíkjúklingi

Ekki veitir af að finna sér einhvera létta og holla uppskrift eftir að blessuð jólin. Hér er ein æðisleg frá Gulur,rauður,grænn og salt.com

2013-10-08 14.28.09
              Borðbúnaður Indiska

Omnom salatvefja með chilíkjúklingi
Notið það grænmeti sem hugurinn girnist og þið eigið til.
1 tsk sesamolía
2 msk ólífuolía
500 g kjúklingabringur, maukaðar í matvinnsluvél, hakkaðar eða skornar smátt
1 box sveppir
½-1 laukur, smátt skorinn
3 gulrætur, skornar í lengjur
1 tsk hvítlaukur, pressaður
3 msk sojasósa
2 msk púðusykur
1/2 – 1 msk sambal olec (eða önnur chilí sósa)
1 msk hvítvínsedik
1 tsk engifer, rifið
kálblöð (t.d. lambahagasalat)
1 búnt vorlaukur

  1. Hitið olíurnar á pönnu . Bætið kjúklingi, sveppum og lauk og eldið þar til kjúklingurinn hefur brúnast ca. 5-7 mínútur. Bætið þá gulrótum og hvítlauki saman við og eldið í 2 mínútur í viðbót.
  2. Bætið því næst sojasósu, púðursykri, hvítvínsediki og engiferi. Látið malla í 3-5 mínútur.
  3. Látið kjúklingafyllinguna í kálblöð og stráið vorlauk yfir.

Ísfugl logo 120x70 pix_transp[1]

Skyldar greinar
Láttu þér líða vel
Kjúklingasamloka með mozzarella og aioli majónesi
7 matarsamsetningar sem bæta heilsuna
Árstíðabundinn matseðill
Almennt um matarsýkingar
Hummus
Beikonvafðar fylltar kjúklingabringur
Parmesanristaðar kartöflur
Kjúklingur með dijon parmesan hjúp
Súper einfaldur kjúklingaréttur
Ljúffengir leggir
Myndir
Döðlugott
Suðræn stemning og æðislegur matur
Thailenskur kjúklingur í hnetusósu (Satay)
Myndband
10 fjölskyldur með stórfurðulegar matarvenjur
Hoi Sin kjúklingur