Oreo ostaköku brownies

Þessi hefur allt sem góð kaka þarf að hafa, Oreo, ostaköku og brownies. Gæti ekki verið girnilegra. Þessi kaka kemur frá

Oreo ostaköku brownies

 • 120 gr smjör
 • 100 gr sykur
 • 2 stór egg
 • 200 gr rjómaostur við stofuhita (1x askja Philadelphia)
 • 90 gr flórsykur
 • 2 tsk vanilludropar
 • 110 gr hveiti
 • 3 msk bökunarkakó
 • ½ tsk salt
 • 100 gr suðusúkkulaði (bráðið)
 • 12 Oreokökur muldar + um 4 í stærri bita til skrauts

Oreo brownie ostakaka

Aðferð

 1. Hitið ofninn 175°C
 2. Klæðið ferkantað kökuform (um 22×22 cm) með bökunarpappír og spreyið með PAM matarolíuspreyi.
 3. Bræðið smjör og bætið sykri saman við, leyfið að sjóða í um mínútu og kælið síðan í nokkrar mínútur á meðan annað er undirbúið.
 4. Þeytið saman rjómaost, flórsykur og vanilludropa þar til létt og setjið til hliðar.
 5. Þeytið eggin örstutta stund, bætið smjör- og sykurblöndunni saman við og blandið vel.
 6. Hrærið hveiti, kakó og salti saman og blandið út í eggjablönduna, hellið bræddu súkkulaðinu saman við og skafið vel niður á milli.
 7. Að lokum fara muldu Oreokökurnar saman við og gott er að vefja þeim við deigið í lokin.
 8. Setjið helminginn af brownie deiginu í botninn á forminu og sléttið úr.
 9. Hellið því næst rjómaostablöndunni yfir og sléttið úr.
 10. Setjið restina af brownie deiginu yfir en nú í litlum skömmtum, skeið hér og þar og takið að lokum prjón og dragið í gegn til að skapa smá marmaraáferð. Myljið 4 Oreokökur gróft og stingið hér og þar.
 11. Bakið í um 25 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá brúnni kökumylsnu en ekki blautu deigi.
 12. Kælið alveg, lyftið upp úr forminu og skerið í bita.

Oreo ostakökubrownie

 

Smellið endilega like-i á Gotterí og gersemar á Facebook. 

Screen Shot 2017-02-13 at 9.49.59 AM

Skyldar greinar
Rósmarín og chili möndlur
Hollar heslihnetukúlur
Ljós Rice Krispies kransakaka
Bananakaka með glassúr
Hollar haframjölskökur
Yankie ostakaka
Ostakökubrownie með hindberjum
Sykurpúðakakó
Dásamlegar Daim smákökur
Oreo skyrterta
Súkkulaðimús með Oreo og sætum rjóma
Bökuð ostakaka með hindberjum
Brownie-terta með ástaraldinfrauði
Ostakaka með ferskum jarðaberjum og kókosrjóma
Bananaís með hnetusmjöri og oreomulningi
Kókoskarmellu brownie með pekanhnetukurli