Öskudagur: Söngur, hlátrasköll og allar heimsins óvættir!

Þá er Öskudagur runninn upp í allri sinni dýrð og ljóma; litfagur og ilmandi af gotterí. Barnasöngvar óma á götum úti í dag, kaupmenn keppast við að moka góðgæti í litla fagnandi lófa og að lokum klárast allt. Örfáir hengja út miða í glugga og bjóða börn velkomin með söng og skemmtan, þá minnir margt á Hrekkjavökusiði erlendis í dag og alls kyns kynjaverur munu stíga dansa í viðeigandi búningum.

Askan er hreinsandi samkvæmt kaþólskri trú og á að búa yfir heilnæmum krafti

Samkvæmt gömlum siðvenjum gegnir Öskudagur hins vegar hlutverki iðrunar fyrir unnar syndir. Dagurinn á uppruna sinn að rekja til kaþólskra siða og markar upphaf langaföstu, sem er sjö vikna skeið fyrir páska. Langafasta átti hér áður að vera tími íhugunar og umbóta, en þó Biblían kveði á um að askan sé óverðug, var askan á árum áður einnig talin búa yfir heilnæmum og hreinsandi krafti. Þannig var ösku dreift yfir höfuð safnaðarbarna á Öskudag hér áður fyrr til að hreinsa söfnuðinn af syndum og hvetja til iðrunar.

andarpoki

Íslenskur Öskudagspoki – Ljósmynd: Sól í Tógó 

Öskupokarnir eru séríslenskur siður og aðalsmerki ástfanginna hér áður

Lengi vel tíðkaðist hérlendis að hengja öskupoka á aðra – helst þá sem ekki sáu til – en þá saumaði fólk gjarna út öskupokana og nældi með títuprjónum á bak grunlausra. Siðurinn er að mestu dottinn upp fyrir í dag, en allt frá átjándu öld hengdu stúlkur poka með ösku aftan á unga menn og ungir menn hengdu þá handsaumaða poka með smásteinum aftan á stúlkur. Öskudeginum hérlendis svipaði því lengi til Valentínusardags erlendis – þar sem ástfangnir nýttu gjarna tækifærið og játuðu hrifningu sína með þeim hætti að hengja öskupoka á vonbiðla og ástmeyjar. Mikið atriði í þá daga var að geta hagrætt öskupokunum þannig að viðkomandi tæki ekki eftir því.

halloween

Kynjaverur úr ævintýraheimum fylla göturnar í dag; á sjálfan Öskudag

Gefur þú gotterí í dag?

Hvað sem því líður er Öskudagurinn fyrir Íslendingum dagur gleði, hláturs og hlaupa. Í dag syngja börnin fyrir kaupmenn, gesti og gangandi, klæðast litríkum klæðum og gleðjast í grímubúningum.

Ætlar þú að gefa gangandi og grímuklæddum gotterí í dag?

Tengdar greinar:

Bolla Bolla: Bolludagurinn er í dag!

Feiti Þriðjudagur: Saltkjöt og baunir, túkall!

 

SHARE