Ostafyllt eggaldin

Þetta góðgæti er frá Gulur, Rauður, Grænn & Salt 

 

Ostafyllt eggaldin
10 rúllur
1 eggaldin
sjávarsalt
ólífuolía
1 krukka góð pastasósa
10 msk rjómi
parmesanostur

Fylling
70 g brauðmylsnur
110 g kotasæla
1 sítróna, safi og fínrifinn börkurinn
1 tsk timían
1/2 tsk sjávarsalt

  1. Skerið endana af eggaldininu. Skerið það síðan langsum í ca. 10 sneiðar. Stráið salti yfir sneiðarnar og látið liggja aðeins. Þerrið þær síðan með pappírsþurrku.
  2. Hellið olíu á pönnu þannig að hún nái ca. 2 cm upp pönnuna. Hitið olíuna vel. Látið eggaldinsneiðarnar út í  2-3 sneiðar í einu og steikið þar til þær eru farnar að breyta um lit.   Takið af pönnunni og þerrið á pappírsþurrku. Bætið við olíu ef þörf er á og steikið næstu sneiðar.
  3. Útbúið því næst fyllinguna. Hrærið saman brauðraspi, kotasælu, sítrónuberki, sítrónusafa, timían og salti.
  4. Hellið pastasósunni í ofnfast mót. Látið rúmlega 1 msk af fyllingu á hverja eggaldinsneið. Rúllið þeim upp og látið í ofnfasta mótið ofan á tómatsósuna. Hellið 1 msk af rjóma yfir hverja rúllu.
  5. Bakið við 210 °C í 25-25 mínútur. Berið fram með parmesanosti og svörtum pipar.
Skyldar greinar
Grænmetissúpa
Hvað er að vera vegan?
Einfalt sumarsalat með brokkolí, jarðarberjum og piparosti
Grænmetisbaka með fetaosti og furuhnetum
Speltpizza með tómatchilísósu
Quinoa skál með bökuðu grænmeti og hnetusósu
Dásamlega ljúffengt brokkólísalat
Fæðutegundir sem geta eytt krabbameinsfrumum
Í hverju eru andoxunarefni?
Hvað er svona merkilegt við grænmeti og ávexti?
Myndband
Er allt í lagi með þitt avacado?
Myndir
Fáránlega flottar sneiðmyndir af ávöxtum og grænmeti
Heimsins besti grænmetisborgari
Myndir
Reður-gulrætur og dónalegir ávextir
Dýrindis grænmetislasagna
9 fæðutegundir sem draga úr streitu