Ostamús með hnetusmjöri, rjóma og salthnetum

Þessi gómsæta mús er frá Freistingum Thelmu og er æðislegur eftirréttur í matarboðið.

Uppskriftin er fyrir um það bil 6 manns

Innihald

230 g rjómaostur

250 g hnetusmjör

½ tsk salt

250 ml rjómi

Toppur

½ lítri rjómi

salthnetur

súkkulaðispænir

Sjá einnig: Súkkulaðimús með Oreo og sætum rjóma

Aðferð

Þeytið rjómaostinn þar til hann verður sléttur og  mjúkur, bætið hnetusmjörinu saman við ásamt saltinu og hrærið vel. Þeytið rjóma þar til hann verður stífur og stendur. Blandið rjómaostablöndunni varlega saman við rjómann og hrærið með sleif þar til allt hefur blandast vel saman. Sprautið ostamúsinni í hvert glas eða krukku fyrir sig kælið í 1-2 klst. Þeytið rjóma og sprautið honum ofan á ostamúsina og skreytið með súkkulaðispænum og salthnetum.

Freistingar Thelmu á Facebook

Skyldar greinar
Súkkulaðibitakökur með Rolo-molum
Jarðarberjaterta með vanillukremi og þeyttum rjóma
Kleinurnar hennar mömmu
Heitasti morgunmaturinn
Croissant french toast
Grillaður ferskur maísstöngull með hvítlaukssmjöri
Hollar heslihnetukúlur
Myndir
Döðlugott
Brulée bláberja ostakaka
Austur-afrísk grænmetissúpa með hnetum og sætum kartöflu
Nachos-kjúklingur í salsarjómaostasósu
Heimagerður rjómaís
Risalamande með kirsuberjasósu
Myndir
Allir að missa sig yfir þessu rauðvínssúkkulaði
Mjúk súkkulaðikaka með kaffikeim og mjúku súkkulaðikremi
Oreo skyrterta