Óstöðvandi náttúra Íslands innblástur í nýrri fatalínu Dimmblá

Ný fatalína er að koma á markað innan skamms frá Dimmblá sem heitir Relentless. Að sögn Heiðrúnar framkvæmdarstjóra hjá Dimmblá þá er þema fatalínunnar í ár óstöðvandi náttúra Íslands. En fyrsta fatalína fyrirtækisins var kynnt til leiks sl. haust við góðar undirtektir, þá með áprentuðum ljósmyndum af norðurljósum eftir Sigurð Hrafn Stefnisson. Í ár er það Ragnar Axelson (RAX) sem á heiðurinn af ljósmyndunum sem prýða Relentless-línuna. Landslagsljósmyndir er aðalsmerki Dimmblá og einkennandi á öllum klæðnaði fyrirtækisins.  Þær mynda í senn fallegt litaspil og skemmtileg munstur á annars klassíkum og þægilegum fatnaði frá fyrirtækinu, sem öll eru unnin úr umhverfisvænum efnum. Í því sambandi sagði Heiðrún að ekkert annað hefði komið til greina við framleiðsluna.

“Það er mjög mikið af eiturefnum sem fer út í umhverfið við framleiðslu á t.d. hefðbundinni bómull og það kom mér verulega á óvart hvað framleiðsla á þannig bómull er í raun mengandi, þessvegna notum við hjá Dimmblá umhverfisvæn efni eins og lífræna bómull, silki og ull í okkar fatnað” sagði Heiðrún.

Heiðrún sagði eftirspurn mikla eftir nýrri fatalínu Dimmblá og að forsmekkurinn af því sem koma skal í lok mánaðarins sé nú þegar kominn í verslanir. “Það eru nýjar slæður, bæði frá nýju Relentless-línunni og Norðurljósa-línununni frá því í fyrra”, sagði Heiðrún.

Að lokum þá er vert að minnast á að eitt af háleitu markmiðum Dimmblá er að styðja við umhverfismál og náttúruvernd hvort sem er á Íslandi eða erlendis. Það framkvæmir fyrirtækið svo sannarlega í verki með því að láta hluta af ágóðanum renna til Landverndar og stendur þannig vörð um íslenska náttúru.

Myndirnar hér fyrir neðan eru af nýju slæðunum. Hægt er að fylgjast með þegar restin af Relentless-línunni kemur á markað á heimasíðu
 Dimmblá HÉR.

Ljósmyndir: Neil John Smith

Skeiðarársandur - 1[1]
Skeiðarársandur
Heiðmörk - 1[1]
Heiðmörk
Vatnajökull - 1[1]
Vatnajökull
Áreyri -1[5]
Áreyri
 

SHARE