Ótrúleg aðferð til að kanna hvort þú sért með einkenni alzheimer

Margir hafa áhyggjur af alzheimer sjúkdómnum, þar sem hann er algengasta orsök vitglapa hjá fólki sem er að lifa seinni hluta æviskeiðs síns.

Minnisskerðing, erfiðleikar með hugsanir og tungumál eru algeng einkenni en það getur verið mikilvægt að komast að því hvort þú ert með þessi einkenni. Sú aðferð sem hægt er að nota gæti komið þér sérlega mikið á óvart.

Sjá einnig: Hann er með Alzheimer og búinn að vera giftur í 60 ár – Þetta er það fallegasta sem þú sérð í dag

Jennifer Stamps, nemandi sem var að útskrifast úr háskóla í Flórída nýlega, á heiðurinn á þessari einföldu aðferð, en hún felur í sér hnetusmjör og reglustiku. Þessi aðferð getur skorið út um hvort líkur á því að þú fáir alzheimer fyrr á lífsleiðinni.

Þessa ofureinföldu aðferð er hægt að nota heima fyrir, þér nánast að kostnaðarlausu. Ástæða þess að hún fann upp þessa aðferð, er vegna þess að þeir sem greinast með alzheimer sjúkdóminn eiga í erfiðleikum með að finna lykt úr vinstri nösinni.

Sjá einnig: Hversdagsleg gleymska – hvað er til ráða?

Í könnuninni sem gerð var gátu þau sem tóku þátt fundið lyktina af hnetusmjörinu í 20 sentímetra fjarlægð með hægri nösinni, en með þeirri vinstri í 10 sentímetra fjarlægð.

Sjá einnig: Heilabilun – spurningar og svör

Heilataugar sem stjórna lyktarskyninu verða fyrir skemmdum í alzheimer sjúklingum og er það með allra fyrstu einkennum sjúkdómsins. Með snemmgreiningu er hægt að leita viðeigandi læknisaðstoðar fyrr en ella og jafnvel lifa mun heilbrigðara og betra lífi en ef greining kemur síðar.

SHARE