Parmesanbaka með spínati og kirsuberjatómötum

Þessi æðislega parmesanbaka kemur frá Ljúfmeti og Lekkerheit og er hún tilvalin fyrir þau sem vilja taka nota tækifærið og taka til í ísskápnum hjá sér.

Parmesanbaka með spínati og kirsuberjatómötum

Baka með smjördeigsbotni, parmesan-, spínat og blaðlauksfyllingu og toppuð með kirsuberjatómötum.  Svo einfalt og svo ótrúlega gott. Baka sem sómir sér vel á hlaðborði, í saumaklúbbnum eða eins og við gerðum, með einföldu salati í kvöldmatinn.

3 plötur smjördeig (um 250 g)

1 púrrulaukur

150 g spínat

100-150 g ferskrifinn parmesan

3 egg

1 dl rjómi

1 dós  (400 g) kirsuberjatómatar í dós (ég notaði frá CIRIO)

salt

pipar

Fletjið smjördeigið út og þekjið bökumót sem er um 24 sm í þvermáli með því. Stingið um botninn með gaffli og látið síðan í frysti í 30 mínútur.

Hitið ofninn í 225°. Forbakið bökuskelina í 15 mínútur í miðjum ofni. Takið skelina að því loknu úr ofninum og lækkið hitann niður í 200°. Ef smjördeigið hefur blásið upp við baksturinn þá er botninum á því þrýst aftur niður.

Skolið púrrulaukinn og skerið hann í strimla. Hitið olíu á pönnu og steikið púrrulaukinn þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið þá spínatinu á pönnuna og steikið áfram þar til spínatið er orðið mjúkt.

Parmesanbaka með spínati og kirsuberjatómötum

Setjið púrrulauk, spínat og rifinn parmesanost í bökuskelina. Hrærið egg og rjóma saman og kryddið með salti og pipar. Hellið hrærunni yfir fyllinguna og toppið með hálfum kirsuberjatómtum.

Parmesanbaka með spínati og kirsuberjatómötum

Bakið í miðjum ofni í um 30 mínútur.

Ljúfmeti og Lekkerheit á Facebook

Skyldar greinar
Heimagert ravioli með spínati og ricotta fyllingu
Kleinurnar hennar mömmu
Heitasti morgunmaturinn
Grillaður ferskur maísstöngull með hvítlaukssmjöri
Myndir
Döðlugott
Kartöflu- og spínatbaka
Austur-afrísk grænmetissúpa með hnetum og sætum kartöflu
Heimagerður rjómaís
Spaghetti Cacio E Pepe með klettasalati og sítrónu
Brasilísk fiskisúpa
Ostamús með hnetusmjöri, rjóma og salthnetum
Þorskur með snakkhjúpi
Mexíkósk kjúklingabaka
Saltfiskur með mangó chutney – Einfaldur og góður
Hollt og dásamlega gott bananabrauð
Snickers Marengskaka