Parmesanristaðar kartöflur

Þessar æðisgengnu kartöflur koma frá Allskonar.is. Dásamlegt meðlæti með hvaða mat sem er.

Parmesan kartöflur fyrir 4

  • 1 kg kartöflur
  • 3 msk olía
  • 5 tsk hveiti
  • 75gr parmesan, rifinn
  • 2 msk söxuð steinselja
  • 1 grein rósmarín

Undirbúningur: 10 mínútur

Eldunartími: 40 mínútur

Byrjaðu á að hita ofninn í 200°C.

Flysjaðu kartöflurnar og skerðu í tvennt, settu í saltvatn og láttu sjóða í 2 mínútur. Láttu renna af þeim í sigti og dreifðu vel af ólífuolíu yfir.

Á meðan kartöflurnar sjóða seturðu í skál hveiti, parmesan og steinselju og smá salt.

Þegar þú ert búin að setja ólífuolíuna yfir kartöflurnar skellirðu þeim út í skálina með hveitiblöndunni og hrærir varlega.

Taktu nú eldfast mót, settu smá olíu í það og inn í ofn til að hita olíuna, í um 2 mínútur.

Taktu mótið varlega út, settu kartöflurnar í, leggðu rósmaríngreinina ofan á og bakaðu í ofni í 40 mínútur.

Veltu þeim við  þegar eldunartíminn er hálfnaður, eða eftir 20 mínútur.

Stráðu smá steinselju yfir þegar þú berð þær fram.

Njótið vel!

 

Smellið endilega einu like-i á Allskonar á Facebook. 

allskonar-logo2

Skyldar greinar
Láttu þér líða vel
7 matarsamsetningar sem bæta heilsuna
Árstíðabundinn matseðill
Almennt um matarsýkingar
Grillaðir kartöflubátar með guacamole og salsa
Kartöflu- og spínatbaka
Suðræn stemning og æðislegur matur
Myndband
10 fjölskyldur með stórfurðulegar matarvenjur
Rauðrófupestó með kjúklingi og flatbrauði
Þarmaflóran hefur áhrif á skap og líkamsþyngd
Þorskur undir krydduðum osta- og rasphjúp
Stökkar sætkartöflufranskar og köld sósa sem passa með öllu
Ekki endurhita þessi matvæli
Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil
10 matvæli sem koma í veg fyrir minnisleysi
5 merki þess að þig vanti bætiefni