Páskamuffins

Nú eru páskarnir að nálgast og þá eru margir farnir að huga að því að baka eitthvað hátíðlegt fyrir komandi frídaga. Þessi girnilega uppskrift kemur frá Eldhússystrum. 


Páskamuffins
12 muffins

100 gr dökkt súkkulaði
3 egg
2,5 dl sykur
1 tsk vanillusykur
100 gr smjör
1 dl mjólk
3,5 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
3 msk kakó

Krem
50 gr smjör
50 gr dökkt súkkulaði
3 dl flórsykur
Vatn eða kallt kaffi, ef þarf

Til skrauts
40 smáegg
Dökkt súkkulaði, spænir

Aðferð

Stillið ofninn á 175°c

Bræðið súkkulaðið. Þeytið egg, sykur og vanillusykur í hrærivél þar til létt og ljóst.

Bræðið smjörið á lágum hita í potti. Hellið mjólkinni út í ásamt súkkulaðinu og hrærið saman. Hrærið niður í eggjablönduna.

Blandið hveiti, lyftiduft og kakói í skál. Blandið varlega saman við eggjablönduna.

Setjið í möffinsform – bakið í ca. 20 mínútur. Látið kólna.

Krem
Bræðið smjör og súkkulaði saman í potti. Hrærið vel og bætið svo flórsykrinum út í. Ef kremið er of þykkt, notið þá vatn eða kallt kaffi til að mýkja það aðeins. Sprautið hring (hreiðri) á muffuinsið. Setjið nokkur egg í miðjuna á hreiðrinu og setjið súkkulaðispæni á kantana.

 

Endilega smellið einu like-i á Eldhússystur á Facebook

eldhussystur

 

Skyldar greinar
Páskabomba
Súkkulaði-cupcakes með sjúklegu súkkulaðikremi
McDonalds möffins með Dumle
Hindberjamuffins með rjómaostafyllingu og hnetumulningi
Myndband
Yndislegt: Hún syngur uppáhalds páskalagið sitt
Myndir
Kim fer með North og Penelope í páskaeggjaleit
Myndband
Skemmtileg og einföld leið til að skreyta egg fyrir páskana
Hnetusmjörsmuffins með Nutellakremi
Bananamuffins með Dumle karamellum
Dúnmjúkar banana muffins með brúnuðu smjöri
Gleðjum um páskana – Helga safnar fyrir Fjölskylduhjálp Íslands
Æðisleg bláberjamúffa – Uppskrift
Ætlar þú að mála egg fyrir páskadag? – Flottar hugmyndir! – Myndir