Pasta með kjúklingi, sólþurrkuðum tómötum og basiliku

það er hægt að finna endalaust að flottum uppskriftum á Ljúfmeti.com hér er ein.

Pasta með kjúklingi, sóþurrkuðum tómötum og basilikuPasta með kjúklingi, sóþurrkuðum tómötum og basilikuPasta með kjúklingi, sóþurrkuðum tómötum og basiliku

Dásamlega góður pastaréttur sem stendur alltaf fyrir sínu. Ég ber hann einfaldlega fram með hvítlauksbrauði og ferskum parmesan sem hver og einn rífur yfir diskinn sinn. Súpergott!

Pasta með kjúklingi, sóþurrkuðum tómötum og basiliku

Pasta með kjúklingi, sólþurrkuðum tómötum og basiliku (uppskrift fyrir 4)

  • 400 g tagliatelle
  • 600 g kjúklingabringur
  • 1 laukur, hakkaður
  • 8 sólþurrkaðir tómatar
  • 1 dl vatn
  • 1 kjúklingateningur
  • 2 dl rjómi
  • 0,5 msk þurrkuð basilika
  • salt og pipar
  • 2 dl parmesanostur, rifinn

Sjóðið pastað. Skerið kjúklinginn í strimla og steikið á pönnu ásamt hökkuðum lauk og tómötum. Bætið vatni, kjúklingateningi og rjóma á pönnuna og látið sjóða saman í 5 mínútur. Smakkið til með basiliku, salti og pipar.

Hellið vatninu af pastanu. Hrærið pastanu og parmesan saman við kjúklingasósuna og hrópið gjörið þið svo vel! Berið fram með ferskrifnum parmesan og hvítlauksbrauði.

SHARE