Pasta með parmaskinku, valhnetum og klettasalati

Þessi svakalega girnilega pastauppskrift kemur úr smiðju Fallegt & Freistandi. 

 

Pasta með parmaskinku, valhnetum og klettasalati

2 pakkar Pastella Fettucine Naturel 250 g

100 g valhnetur

100 g klettasalat

140 g parmaskinka eða önnur hráskinka

Ólífuolía

2 dl grænmetiskraftur

Saxið valhneturnar gróft og leggið til hliðar. Skolið klettasalat, þerrið vel og saxið gróft. Skerið parmaskinkuna einnig í smærri bita. Hellið smá ólífuolíu á stóra pönnu og og steikið valhnetur og hráskinku í 5-6 mínútur. Hellið grænmetiskraftinum saman við og látið hann gufa upp að hluta til. Sjóðið pastað á meðan eftir leiðbeiningum á pakka. Bætið elduðu pastanu á pönnuna, blandið klettasalati saman við og berið strax fram.

Ábending: rétturinn getur staðið einn og sér, en einnig sem gott meðlæti með kjöti.

 

Fallegt & Freistandi á Facebook

Skyldar greinar
Heimagert ravioli með spínati og ricotta fyllingu
Grillaðar kjúklingabringur með apríkósugljáa
Ravioli með skinku, ostasósu og klettasalati
Makkarónur með osti (Mac and cheese)
Risalamande með kirsuberjasósu
Fléttað jólabrauð
Pasta með salami og blaðlauki
Spaghetti Cacio E Pepe með klettasalati og sítrónu
Tómatpasta með kjúkling og brokkolí
Tíu mínútna máltíð: Tortellini alla puttanesca
Gratineraðar pastaskeljar í tómatasósu
Humarpasta með tómatbasilpestói
Pastasalatið sem slær alltaf í gegn
Kjúklingapasta með ostasósu
Rjómalagað kjúklinga- og pestópasta
Ljúffengt pepperonipasta