Pastasalatið sem slær alltaf í gegn

Þetta pastasalat er alveg hrikalega gott og slær í gegn hjá fólki á öllum aldri. Þú átt eftir að búa til þetta salat aftur og aftur, það er loforð. Uppskriftin er fengin af Gulur, rauður, grænn & salt. 

Sjá einnig: Rjómalagað kjúklinga- og pestópasta

2012-12-04-14-33-151

Pastasalatið sem slær alltaf í gegn

fyrir 4-6
300 gr pastaskrúfur
4 msk sólþurrkaðir tómatar í olíu
2 msk basilíka
2 msk steinselja
2-3 hvítlauksgeirar
1 dl ólífuolía
2 msk balsamik-edik
1 tsk hlynsýróp (ég nota oft bara sýrópið í grænu dósunum)
4 msk furuhnetur, ristaðar á þurri pönnu
80 g pepperóni, skorið niður
1/2 krukka ólífur, t.d. grænar fylltar
kál, gott með en má sleppa
parmesan,rifinn
salt og pipar

Aðferð

  1. Sjóðið pastaskrúfurnar í söltu vatni í um það bil 10 mínútur.
  2. Látið í matarvinnsluvél: sólþurrkuðu tómatana, kryddjurtirnar, hvítlauksgeirana, ólífuolíuna, balsamikedikið og hlynsýrópið.
  3. Keyrið í nokkra hringi og grófhakkið saman.
  4. Blandið saman við pastað og bætið út í furuhnetunum, pepperóni, ólífum og káli. Blandið öllu vel saman. Saltið og piprið eftir smekk. Stráið rifnum parmesan-ostinum yfir áður en salatið er borið fram.
Skyldar greinar
Heimagert ravioli með spínati og ricotta fyllingu
Kleinurnar hennar mömmu
Heitasti morgunmaturinn
Grillaður ferskur maísstöngull með hvítlaukssmjöri
Myndir
Döðlugott
Ravioli með skinku, ostasósu og klettasalati
Austur-afrísk grænmetissúpa með hnetum og sætum kartöflu
Makkarónur með osti (Mac and cheese)
Heimagerður rjómaís
Pasta með parmaskinku, valhnetum og klettasalati
Pasta með salami og blaðlauki
Spaghetti Cacio E Pepe með klettasalati og sítrónu
Brasilísk fiskisúpa
Ostamús með hnetusmjöri, rjóma og salthnetum
Þorskur með snakkhjúpi
Mexíkósk kjúklingabaka