Piparkökur

Það fer óðfluga að styttast í jólin og piparkökur eru nauðsynlegar á aðventunni. Þessi uppskrift er rosalega góð!

Piparkökur

 

4 dl hveiti
1 og ½ dl sykur
1 tsk engifer
2 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk matarsóti
1/8 tsk pipar
90 g smjörlíki
½ dl síróp
½ dl mjólk

Aðferð

Hitið ofninn í 200°C. Blandið öllum þurrefnum saman í stóra skál og hrærið vel.
Myljið smjörlíkið saman við þurrefnin, gott að það sé ekki nýkomið úr ísskápnum. Búið til holu í deiginu og hellið sírópi og mjólk í holuna. Hrærið vel saman.
Setjið deigið á borð og hnoðið vel. Fletjið deigið út með kökukefli og stingið út kökur. Bakið í miðjum ofni í um 10 mínútur.

Skyldar greinar
Saltfiskur með mangó chutney – Einfaldur og góður
Parmesanbaka með spínati og kirsuberjatómötum
Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil
Hollt og dásamlega gott bananabrauð
10 matvæli sem koma í veg fyrir minnisleysi
5 merki þess að þig vanti bætiefni
Hindberjasúkkulaðiterta
Snickers Marengskaka
Pizza með blómkálsbotni
Ofnbakaður skötuselur í karrí-mangósósu með kúskús
Bananakaka með söltuðu karamellukremi og pekanhnetum
Marmarakaka með súkkulaði og sítrónu
Gaman að tala við fleiri en sjálfa sig eldhúsinu
Smjördeigssnúðar með sultuðum rauðlauk og fetaosti
Myndband
Húsráð: Frystu matinn fyrir hverja máltíð
Myndband
Athugið – Ekki henda mat í apa! Þetta gæti gerst!