Pottréttur með kalkún, eplum og karrí – Uppskrift

Pottréttur  með kalkúna, eplum og karrí 

Fyrir 4 til 6

Maður getur eldað mjög góða súpu eða pottrétt úr kalkúnabringu, kryddaða með karrí. Það er auðvitað alveg hægt og ágætt að nota hvaða kjöt annað sem er í súpuna.

Efni:
1 matsk. ólívuolía
1-1/4 pund kalkúnabringa, skorin í ræmur

Sjávarsalt og nýmalaður pipar eftir smekk
1 stór laukur, skorinn í báta
2 bollar kjúklingasoð ( leysið kjúklingatening upp í vatni)
2 stilkar selerí, sneiddir
3 gulrætur, sneiddar
1 matsk. karrí
2 epli, skorin í bita
2 matsk. blóðberg (tímían)

Aðferð:
Hitið olíuna á pönnu við miðlungshita og brúnið kjötið, saltið og piprið. Færið kjötið yfir í pottinn sem á að elda réttinn í. Nú er laukurinn mýktur á pönnunni, honum bætt í pottinn og síðan er öllu sem eftir er af uppskriftinni bætt í pottinn og látið krauma í 6-8 klst.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here