Púðursykurslaxinn sem allir elska

Þessi lax er svo gómsætur að jafnvel hörðustu fiskihatarar koma til með að sleikja diskinn sinn. Það verða til einhverskonar galdrar þegar lax er settur í púðursykursmaríneringu. Uppskriftin er fengin af Gulur, rauður, grænn & salt.

Sjá einnig: Ítalskur lax með fetaostasósu

2013-05-20-17-28-09

Púðursykurslax

700 g lax, beinhreinsaður
1 msk púðusykur
2 tsk smjör
1 tsk hunang
1 msk ólífuolía
1 msk dijon sinnep
1 msk soyasósa
1/2 tsk salt
1/4 tsk pipar

Aðferð

  1. Hærið saman í potti yfir meðalhita púðusykri, smjöri og hunangi þar til það er bráðið. Takið af hitanum og hrærið út í olíu, sinnepi, soyasósu, salti og pipar. Leyfið að kólna í 5 mínútur.
  2. Látið marineringuna yfir laxaflakið og setjið í 175°c heitan ofn í um 20 mínútur. Fylgist vel með laxinum og varist að ofelda hann.
Skyldar greinar
Kleinurnar hennar mömmu
Heitasti morgunmaturinn
Grillaður ferskur maísstöngull með hvítlaukssmjöri
Fiskur í tómat og feta
Fiskibollur
Myndir
Döðlugott
Austur-afrísk grænmetissúpa með hnetum og sætum kartöflu
Heimagerður rjómaís
Fiskur með kókosflögum og basil
Þorskur undir krydduðum osta- og rasphjúp
Spaghetti Cacio E Pepe með klettasalati og sítrónu
Brasilísk fiskisúpa
Ostamús með hnetusmjöri, rjóma og salthnetum
Þorskur með snakkhjúpi
Mexíkósk kjúklingabaka
Myndband
Notaðu eggjaskera til að skera annað en egg