Quasimodo er enginn venjulegur hundur

Það eru aðeins um 13 aðrir hundar eins og Quasimodo í heiminum. Hann er með stuttan hrygg. Haft var samband við Sara Anderson sem hefur helgað líf sitt því að bjarga hundum sem eru öðruvísi. Hún tók Quasi, eins og hann er kallaður, í fóstur en er að reyna að finna honum framtíðarheimili.

Sjá einnig: Flækingshundur bjargar nýfæddu barni – Vörum við myndefninu

Á Facebook síðu Quasi segir: „Við nefndum hann ekki Quasimodo til að gera grín að honum. Þvert á móti. Nafnið var valið af því að Quasimodo var aðalsöguhetja. Hann Quasi okkar er hetja og hefur allt í fari sínu sem einkennir góðan hund. Hann kom í þennan heim öðruvísi en hinir en þekkir ekkert annað. Hann gerir í því að gleðja þá sem sýna honum hlýju. Hann er eitt fallegasta dýr sem guð hefur skapað en hann er með svo fallegt hjarta og sál.“

[facebook_embedded_post href=”https://www.facebook.com/quasithegreat/videos/870147393107082/”]

 [facebook_embedded_post href=”https://www.facebook.com/quasithegreat/videos/867882093333612/”]
SHARE