Ráð til að auka mjólkina og hjálpa barninu að þyngjast.

Gefðu barninu brjóst nokkrum mínútum eftir að síðustu brjóstagjöf lauk til að það fái meira af fitunni í móðurmjólkinni.

Sjá einnig: Brjóstagjöf eða mjólkurduft?

Rannsóknir hafa sýnt að því styttra sem er á milli brjóstagjafa því meiri fita er í mjólkinni. Sem þýðir að ef barninu er boðið brjóst nokkrum mínútum eftir síðustu gjöf, þá fær það meira af mjólkurfitu sem hjálpar því að þyngjast. Þetta á við jafnvel þó að móðurinni finnist brjóstið hafa verið tæmt eftir síðustu gjöf og þurfi að fyllast aftur af mjólk. Auk þess sem barnið örvar brjóstið sem eykur mjólkurframleiðslu.

 

Heimildir: Fréttatíminn

SHARE