Reiðist þú þegar hungrið steðjar að?

Hefur þú einhvern tíma fundið fyrir reiði þegar þú ert svöng eða svangur? Vísindin segja að það sé mjög eðlilegt. Þegar við erum svöng fer heili okkar að senda líkamanum merki um að hann sé að verða bensínlaus. Því meira sem þetta gerist, því svangari verðum við og gætum byrjað að finna til reiði. Oftar en ekki tengjum við þessa líðan eða hegðun við persónuleika okkar, rétt eins og að við tengjum reiði okkar við svengd. Samt sem áður eru ekki allir sem átta sig á þessu, en nú hafa vísindin séð til þess að sýna okkur það svart á hvítu að við getum verið reið þegar við erum svöng og ástæðuna fyrir því.

Sjá einnig: Fullyrðingar um heilsu og næringu – Láttu ekki ljúga að þér

hangry-primary

Rannsóknir geta sýnt okkur að þessi líðan er tengd líkamlegri virkni og að það sem gerist inni í okkur þegar við þurfum að borða. Allt sem við borðum, próteinið, fitan og kolvetnið breytist allt í sykur, aminosýrur og fitusýrur sem leysast síðan upp í blóðrás okkar. Þessi mikilvægu næringarefni fara síðan inn í vefi okkar, vöðva og önnur mikilvæg svæði og hjálpa okkur við að virka sem heilbrigðir einstaklingar.

Sjá einnig: Útlit þessarar fæðu segir hvaða líffæri það læknar

Þegar tíminn líður og við höfum ekki borðað neitt í einhverntíma, hægist á þessu ferli og orka okkar lækkar vegna þess að þessi hringrás verður hæg. Ein sykran í þessari jöfnu heitir glúkósi og spilar stóran hluta í lífi okkar. Ef glúkósinn í blóði okkar lækkar of mikið, fer líkaminn að líta svo á að líf hans sé í hættu, svo hann fer að senda viðvörunarmerki. Heilinn er frábrugðinn öðrum líffærum, þar sem hann þarf aðallega glúkósa til þess að virka. Hinir hlutar líkamans þurfa einnig á öðrum næringarefnum að halda, en heilinn þarf mestmegnis orkuna úr glúkósanum. Þegar heilinn óttast að glúkósamagnið sé af skornum skammti, finnst honum það vera ógn.

Þetta er ekki þér að kenna

Svo þegar svengdarreiðin bankar upp á, er heili þinn að láta þig vita af því að honum vantar orku og vill að þú gefir honum það sem hann þarf. Þegar þú finnur til mikillar svengdar, getur allt orðið fremur óskýrt og einbetningarskortur getur farið að láta bera á sér. Svo virðist sem heilastarfsemin hægi á sér og afkastagetan minnkar. Þegar þér líður eins og hlutirnir séu ekki að virka lengur fyrir þig eins og þú kýst, eru meiri líkur á því að þú ferð að gelta á annað fólk.

Sjá einnig: Lést úr vannæringu – Ekki fyrir viðkvæma

Það er fullkomnlega eðlilegt að finna til pirrings þegar þig fer að vanta næringu, en reyndu þá að fá þér að borða svo þú verðir ekki leiðinleg/ur við fólkið í kringum þig.

Heimildir: lifehack.com

SHARE