Rjómalagað kjúklinga- og pestópasta

Er ekki vel við hæfi að snæða dásamlegt rjómalagað pasta svona á Valentínusardaginn? Þessi pastaréttur er bæði einfaldur og hrikalega ljúffengur. Uppskriftin er fengin af Gulur, rauður, grænn & salt.

Sjá einnig: Kjúklingapasta í rjómaostasósu með beikoni

2013-03-17-10-07-04

Rjómalagað pasta

fyrir 4
350 g penne pasta
300 ml matreiðslurjómi
1/2 bolli basilpestó
3 vorlaukar, skornir í þunnar sneiðar
1 1/2 bolli rifinn grillaður kjúklingur
1/2 bolli sólþurrkaðir tómatar, skornir þunnt
1/3 bolli rifinn parmesan

Aðferð

  1. Eldið pastað samkvæmt leiðbeiningum í söltu vatni. Varist að ofelda það. Hellið vatninu en haldið eftir 1/4 bolla af því.
  2. Látið pastað í stóran pott eða pönnu og bætið út í pastavatninu, rjóma, pestó, vorlauknum, kjúklinginum og sólþurrkuðum tómötunum. Hrærið saman í 1-2 mínútur eða þar til blandan er orðin heit.
  3. Setjið í skálar og stráið vorlauk og parmesan yfir.
Skyldar greinar
Heimagert ravioli með spínati og ricotta fyllingu
Kleinurnar hennar mömmu
Heitasti morgunmaturinn
Grillaður ferskur maísstöngull með hvítlaukssmjöri
Myndir
Döðlugott
Ravioli með skinku, ostasósu og klettasalati
Austur-afrísk grænmetissúpa með hnetum og sætum kartöflu
Makkarónur með osti (Mac and cheese)
Heimagerður rjómaís
Pasta með parmaskinku, valhnetum og klettasalati
Pasta með salami og blaðlauki
Spaghetti Cacio E Pepe með klettasalati og sítrónu
Brasilísk fiskisúpa
Ostamús með hnetusmjöri, rjóma og salthnetum
Þorskur með snakkhjúpi
Mexíkósk kjúklingabaka