Saman gegn matarsóun – Hátíð í Hörpu

Saman gegn matarsóun (United Against Food Waste Nordic) er norræn samvinna sem vinnur að því að minnka sóun á mat bæði í framleiðsluferlinu og hjá almenningi.

Markmiðið er að vekja athygli á þessu vandræðalega vandamáli ásamt því að leita lausna en gífurleg misskipting veldur því að sumir lifa í vellystingum og henda mat í tonnavís á meðan hungursneyð ríkir annarsstaðar.

Á heimsíðu verkefnisins er tekið fram að það sé hugsað til eins árs í senn. Auk viðburðarins í Hörpu sem fer fram þann 6. september á milli kl 13.00-18.00 verður framleidd heimildarmynd um matarsóun, gefin út matreiðslubók, framleiddur sjónvarpsþáttur, haldin námskeið fyrir almenning og stór málstofa verður skipulögð með aðkomu fagfólks svo fátt eitt sé nefnt.

Dagskráin í Hörpu verður í formi örfyrirlestra á sviðinu í Silfurbergi, básar frá fyrirtækjum verða með kynningar ásamt góðgerðarsamtökum og frumkvöðlum sem kynna munu árangursríkar aðferðir til að koma í veg fyrir sóun matvæla. Sem dæmi má nefna bjóða grænmetisbændur upp á súpu úr grænmeti sem fær ekki að fara í verslanir sakir afbrigðilegs útlits.

Mikið og þarft málefni hér á ferð því betur má ef duga skal.

 

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér málefnið betur er bent á vef verkefnisins matarsoun.is.  Dagskrána er aftur á móti að finna hér fyrir neðan.

Dagskrá:
•    Guðfinnur Sigurvinsson verður kynnir hátíðarinnar
•    Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur opnar hátíðina
•    Selina Juul, dönsk baráttukona gegn matarsóun sem er handhafi Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs og forsprakki samtakanna Stöðvum sóun matvæla (Stop spild af mad) í Danmörku og hefur vakið mikla athygli fyrir skelegga frammistöðu sína í þágu málefnisins
•    Tristram Stuart er mikilsmetinn fyrirlesari um matarsóun og hefur hlotið alþjóðleg verðlaun fyrir baráttuna gegn matarsóun, Sophie Prize, árið 2011
•    Heiðarskóli. Kynning á grunnskólanemaverkefni um matarsóun

… og fleira

Kynningar og skemmtiatriði:
•    Uppskeran heilsumarkaður
•    Velbú- velferð í búskap
•    Íslenskir grænmetisbændur
•    Ankra – snyrtivörur úr auðlindum hafsins
•    Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC).
•    Kvenfélagasamband Íslands og Dóra Svavarsdóttir frá Culina kynna námskeið um matarafganga
•    Landvernd
•    VAKANDI
•    Náttúran.is
•    Samhjálp
•    Tímaritið „Í boði náttúrunnar“
•    DJ Sóley sér um tónlistina
•    Þórunn Clausen les upp úr Smjattpöttunum

… og fleira

 

Skyldar greinar
Myndir
Geymdi son sinn á háalofti heimilisins
Myndband
19 ára stúlka kveikti í bíl á Flórída
Myndir
Lést úr vannæringu – Ekki fyrir viðkvæma
Pug rekur óboðinn gest út af heimili
Myndir
Þriggja manna fjölskylda öll fengið krabbamein
Morgundagur kaupir Hún
Myndband
Skildi 8 ára son sinn eftir á spítala
Myndir
Kim Kardashian deilir nýrri mynd af syni sínum Saint West
Framleiðslufyrirtækin Eventa Films og Motive efna til frumkvöðlaleiks
Beyonce tilkynnir heimstúr
Myndir
10 vinsælustu greinar ársins 2015
Jólamarkaður netverslana
Spádómur, góðgæti og jólastuð í Höllinni í kvöld
Fyrirburahittingur á Alþjóðlegum degi fyrirbura þann 17.nóvember
DIY: Einfaldur og náttúrulegur hármaski
Helgi Björns og Salka Sól taka lagið á Roadhouse í hádeginu í dag