Samskipti fjölskyldna og staðgöngumæðrun

Þór hafði smá fund með hjálpendum sínum í dag og spurði þá út í tvö atriði sem brenna á þjóðfélaginu í dag. Hér eru svörin sem hann fékk.

Spurning: Hvernig er hægt að bæta samskipti fjölskyldna í dag?

Svar: Ykkar þjóðfélag byggist á mikilli eljusemi við vinnu og fá sneið af köku alsnægtar en til að ná því markmiði verða báðir foreldrar að vinna frá heimili og koma þá börnunum fyrir á uppeldisstofnunum þar sem aðrir sjá um formun barna á viðkvæmasta tímanum í stað foreldranna. Þetta er mjög óheppilegt fyrir andlegan þroska barnsins öryggistilfinningu til lengri tíma litið.

Einhver dagskrá er hjá foreldrum eftir kvöldmat og má segja að samverustundir séu við matarborðið en samviskusamir foreldrar hlúa vel að þeim eftir að heim kemur. ala við þau um þeirra vinnu í leikskólanum lesa fyrir þau og séu þau með málgalla þurfa foreldrar að hjálpa þeim við æfingar á myndun orða. Við gerum ekki kröfur á ykkur vegna þessa enda eru fleiri þjóðfélög en ykkar á yfirsnúningi í lífsgæðakapphlaupinu en hvenær er komið nóg?

Spurning: Staðgöngumæður

Svar: Staðgöngumæðrun hefur verið stunduð frá fyrstu frummönnum þar sem svo áríðandi var að stækka þessi litlu samfélög og var þá settur fundur með þeirri fjölskyldu þar sem óbyrjan var og þeirrar sem hún hafði beðið um hjálp en óskyld þó. Þetta þótti mikill heiður að geta veitt þessa aðstoð en samþykki þurfti hjá maka beggja enda þurfti þetta að gerast á náttúrulegan hátt uns staðgöngumóðirin varð ólétt en tækni dagsins í dag kom auðvitað hvergi nærri enda ekki til.

Við sjáum að verið sé að kalla til lögspekinga til að skrifa lög um framkvæmdina en þau ein og sér breyta engu þar sem báðar fjölskyldur sem koma að þessu þurfa að standa saman og fá til þess frið.

Það má aldrei fela uppruna föður fyrir barninu þegar árin líða þar sem sálin mun leita og barnið spyrja spurninga og þá er áríðandi að segja því satt og rétt frá.

Eins og við höfum sagt áður þá er mikli ábyrgð að eiga fjölskyldu og gefa sér ekki tima í lífsgæðakapphlaupinu til að sinna þeim og hlusta og allt eins gætu þau farið inn á rangar brautir til að losna við þörfina á að fá athygli.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here