Seldi gellur úr gelluvagninum – Elva Ósk leikkona

Leikkonuna Elvu Ósk Ólafsdóttir þekkja flestir og er hún hefur leikið í fjölda kvikmynda og leikrita. Hún er um þessar mundir að leika í Borgarleikhúsinu og við fengum að „yfirheyra“ Elvu aðeins um hennar hagi.

 

Fullt nafn: Elva Ósk Ólafsdóttir
Aldur: Er alveg að detta í fimmtugt
Hjúskaparstaða: á kærasta.
Atvinna: Leikari

Hvað ertu að gera þessa dagana? Er að leika í leikritinu “Ferjunni” i Borgarleikhúsinu.

Hver var fyrsta atvinna þín? Ætli það hafi ekki verið þegar ég og vinkona mín ákváðum að gella þorskhausa í Vestmannaeyjum og selja í hús. Pabbi smíðaði gelluvagn og við fengum ágætis laun fyrir gellurnar man ég.

Mannstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum? Mér fannst ég alltaf svo fín – ég reyndar klæddi mig eftir veðri og man eftir mér sem ungling í borgarferð. Það var rigning svo ég fór að sjálfsögðu í stígvél og fann að það var ekki alveg að falla í kramið hjá tískustelpunum í Reykjavík – ætli það hafi ekki verið tískuslys.

Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar? Nei.

Hefurðu farið hundóánægð úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann? Já, en það er ansi langt síðan.

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá? Nei – til hvers í ósköpunum?

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í? úff…..þau eru of mörg til að telja upp hér.

Í hvernig klæðnaði líður þér best? í heimafötunum sem eru leggings og bolur.

Hefurðu komplexa? Nei ekki lengur – er komin yfir þá.

Hver er besta setning eða orðtak sem þú hefur heyrt? Hver dagur er dýrmætur – njóttu lífsins meðan það varir.

Vefsíðan sem þú skoðar oftast? facebook

Seinasta sms sem þú fékkst? Viltu hringja í mig.

Hundur eða köttur? Köttur

Ertu ástfangin?

Hefurðu brotið lög?  Já – keyrt inn einstefnugötu.

Hefurðu grátið í brúðkaupi? Já, alltaf

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun? Hugsa ekki svo langt

 

10364558_10203844913707661_1829240250_nEin gömul og góð af þessari flottu konu!

Skyldar greinar
Myndband
Hvað varð eiginlega um þessa leikara?
Hárið flæktist í hrærivél og rifnaði af
Marion er miður sín – Hélt ekki framhjá með Brad Pitt
Í ástarþríhyrningi með Josh Hartnett
Að ganga með barn og eiga barn breytir manni
Renée Zellweger var byrjuð að sakna Hollywood
Skrifar handrit að tveimur kvikmyndum
Myndir
Shannen Doherty rakar af sér hárið
Myndir
Nicole Kidman hefur algjörlega stöðvað tímann
Myndir
Melissa McCarthy búin að léttast um 31kg
Myndir
Liv Tyler eignast dóttur
Emily Blunt eignast aðra dóttur
Megan Fox hættir við að skilja við Brian Austin Green
Hillary Duff er að hitta þjálfarann sinn
Myndir
Er þetta nýi kærasti Halle Berry?
Myndir
Eva Mendes – Glæsileg 6 vikum eftir barnsburð