Þessar kökur eru klassískar jólasmákökur sem voru kallaðar hér áður og fyrr mjög ósmekklegu nafni sem við ætlum ekki að nota hér og ætlum bara að kalla þær Serinakökur.
Serinakökur
Ca 110 kökur
Deigið
- 500 gr hveiti
- 370 gr smjörlíki
- 250 gr sykur
- 1 egg
- rifinn sítrónubörkur af einni sítrónu
- 1 tsk engifer
Ofan á
- Hært egg
- Grófur hvítur sykur
- Saxaðar möndlur (með hýði)
Hnoða deigið og gott að láta það standa aðeins í ísskáp. Deigið er svo flatt út en kökurnar eru bestar ef þær eru þunnar. Rúllið upp og skerið í litlar kökur sem eru svo flattar út með gaffli.
Eggið hrært, möndlur saxaðar og blandað með sykri í skál. Í miðjuna á hverri köku er sett aðeins af eggi með teskeið og ofan á það örlítið af möndlusykurblöndunni.
Platan sett næst efst í ofninn og bakað við 200 gráður í 7-8 mínútur.