Sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök karlmanna 18- 25 ára

Ég sagði ykkur á dögunum frá persónulegri reynslu minni af því þegar einhver nákominn tekur sitt eigið líf. Sjálfsvíg eru oft talin vera mikið feimnismál og eitthvað sem má ekki ræða. Ég átti til að mynda mjög erfitt með að útskýra fyrir börnum mínum, hvað hefði dregið vinkonu mína til dauða, en hún hafði tekið sitt eigið líf. Ég fann að mig langaði ekki að segja þeim frá þessari staðreynd lífsins. Að þetta væri eitthvað sem gerðist og þetta væri, í alvöru, eitthvað sem fólk tæki ákvörðun um, að yfirgefa þessa jarðvist með þessum hætti.

Ég er búin að fá ofsalega jákvæð viðbrögð við skrifum mínum og er óendanlega þakklát fyrir það. Mig langar endilega að segja ykkur frá átaki sem er samvinnuverkefni Geðhjálpar, Hjálparsíma Rauða krossins og tólf manna hlaupahóps, en átakið er undir yfirskriftinni Útmeð’a.

Með yfirskriftinni eru ungir karlmenn hvattir til að setja erfiðar tilfinningar í orð til að bæta líðan sína. Hlaupahópurinn hljóp hringveginn með viðkomu í Vestmannaeyjum til að safna fyrir kostnaði við gerð myndbandsins fyrr í sumar.

Markmiðið með gerð og dreifingu myndbandsins er að stuðla að fækkun sjálfsvíga á Íslandi – einkum meðal karla í aldurshópnum 18 til 25 ára. Sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök karlmanna í þessum aldurshópi á Íslandi. Í myndbandinu er tæpt á nokkrum helstu orsökum sjálfsvíga ungra karla og veittar upplýsingar um hvert fólk í sjálfsvígshugleiðingum getur leitað sér hjálpar.

Við getum talið okkur vita hvað fólk er að upplifa og hversu illa þeim líður en við getum ekki verið viss. Spyrjum og veitum fólkinu okkar og þeim sem leita til okkar hlýju og ráð. Það er hægt að leita til fagaðila og frí viðtöl eru veitt hjá Geðhjálp.

Til þín sem ert í þessum hugleiðingum: Þó þú sért að upplifa að lífið sé glatað og það skipti engu hvort þú leitir þér hjálpar eða ekki, prófaðu það samt. Vittu til að það mun virka og þú munt hugsa til baka með þakklæti fyrir að hafa ekki gefist upp.

Við hvetjum alla til að kynna sér þetta verkefni á Utmeda.is

Skyldar greinar
Myndir
Tók sitt eigið líf eftir einelti og nauðgun
Minningin um pabba
Myndband
Eiginkona Robin Williams segir frá ástæðu sjálfsvígs hans
Móðir felur barn sitt í klósettinu til að bjarga lífi þess
Myndband
Fær fólk til að hætta við sjálfsvíg
White bað Carrey að fyrirgefa sér í sjálfsvígsbréfi
Gengið úr myrki í ljós
Myndband
Þunglyndi er ekki alltaf augljóst
Myndband
15 ára drengur tók sitt eigið líf
Myndband
Hann stökk fram af Golden Gate brúnni og lifði til að segja sína sögu
Myndir
Kærasta Jim Carrey fannst látin
Myndband
Hvað ungur nemur gamall temur – veljum hollt fyrir börnin!
Myndir
Frábærar dúkkur fyrir fötluð börn á markað sökum þrýstings foreldra
Myndband
Svarti hundurinn er raunverulegur
Myndband
2
300 manns fjölmenna í afmæli 10 ára gamallar stúlku sem á enga vini
Myndband
„Ég elska þig; líka þegar þú verður blind” – Stuttmynd