Sjö ástæður fyrir því að þú vilt aldrei verða unglingur aftur

Öll höfum við á einhverjum tímapunkti verið unglingar og prufað okkur áfram með mis-öfgakenndum tilþrifum í sjálfstæðisbaráttunni. Það er kannski ástæðan fyrir því að flestir eru skuggalega fljótir að gleyma þessu dramatíska tímabili skapvonsku og örvinglunnar.

Við viljum bara ekkert kannast við að hafa verið svona sjálf einu sinni.

Einhver sagði að það sem gerist í heila unglingsins á miðju gelgjuskeiði er stundum hægt að líkja við stjórnborð með fullt af snúrum. Snúrunum er einfaldlega kippt úr öllum í einu og þeim stungið á einhvern allt annan stað á stjórnborðinu, með tilheyrandi ruglingi.

Screen Shot 2014-11-15 at 17.59.33

Hápunktur sjálfskoðunar, sjálfsmótunar og tilfinningalegrar viðkvæmni á sér stað hjá hinum ört stækkandi unglingi sem gæti í þokkabót verið að glíma við bóluútbrot, óstjórnlegan roða í kinnum eða aðra vandræðalega tilburði sem gerir það að verkum að þau annaðhvort vilja flýja heimilið eða loka sig af undir sæng.

Það getur verið gott að minna sig á að þetta er erfiður tími sem líður hjá. Sem betur fer þurfum við ekki að upplifa hann aftur!

teenacne-march12-istock

Svona getur dæmigerð vika verið í huga unglingsins, sem eru jafnframt sjö ástæður fyrir því að þú vilt aldrei ganga í gegnum gelgjuskeiðið aftur:

Mánudagur

– Ég VEIT hver ég er. Foreldrar mínir eru fávitar.

Þriðjudagur

– Ég hata lífið mitt. Af hverju er ég til?

Miðvikudagur

– GUÐ MINN GÓÐUR!!! Kalli spurði hvort hann mætti fá lánaða heimavinnuna mína!!! HANN HLÝTUR AÐ VERA HRIFINN AF MÉR!!!

Fimmtudagur

– Af hverju er móðir mín að reyna að eyðileggja líf mitt??? Af hverju getur hún ekki bara látið mig vera?!!

Föstudagur

– Andskotinn. Ég er pottþétt eini lúserinn í veröldinni sem er ekki með nein plön um helgina.

Laugardagur

– Ég er að fara að hanga í Kringlunni með vinunum. Æði! BESTA. HELGI. „EVER!!!“

Sunnudagur

– Það passa engin föt á mig. Ég er með glataðan líkama.

Screen Shot 2014-11-15 at 18.03.05

 

 

Niðurstaða: Vertu guðs lifandi fegin að vera búin að gleyma þessu tímabili og haltu þetta út ef þú átt sjálf ungling! Þegar hormóna-stormurinn er yfirstaðinn muntu kannast við barnið loksins aftur þegar það ratar út úr þokunni sem sjálfráða einstaklingur.

 Heimild: Blogher.com

SHARE