Skemmtileg afþreying í fæðingarorlofinu

Foreldrar og börn hafa gott af því að fara út úr húsi og hitta annað fólk.

Fæðingarorlofið fer auðvitað að mestu leyti í að kynnast nýfæddum einstaklingnum, hugsa um hann og reyna að nota stundir milli stríða til að hvílast. Þannig ætti það að minnsta kosti að vera. En það getur verið gott, bæði fyrir móður og barn, að fara eitthvað út af heimilinu, hitta annað fólk og rækta sál og líkama.

 

  • Að fara í göngutúra með barnavagninn er eitthvað sem hægt er að byrja að gera um leið og barnið nær ákveðinni þyngd. Það er einföld og góð líkamsrækt fyrir móðurina og sum börn sofa aldrei betur en þegar þau eru keyrð um í vagni.

 

  • Margar kirkjur bjóða upp á svokallaða mömmu- eða foreldramorgna, þar sem foreldrar og börn geta komið saman og hitt aðra foreldra og börn. Það er öllum foreldrum hollt að hitta annað fullorðið fólk í fæðingarorlofinu, sérstaklega fullorðið fólk í sömu aðstæðum

 

  • Ungbarnasund er sívinsælt og skemmtilegt bæði fyrir foreldra og börn. Það er gott fyrir börn að kynnast vatninu snemma, fá að sprikla og fara í kaf.

 

  • Tónagull býður upp á tónlistarnámskeið fyrir börn allt frá 6 mánaða aldri. En þar koma foreldrar og börn saman syngja, dansa og spila á hljóðfæri.

 

  • Foreldrabíó er reglulega í boði í kvikmyndahúsunum. Sýningarnar eru þá haldnar á morgnana, smá ljóstýra er í salnum, hljóðið er lægra og enginn kippir sér upp við barnsgrát og brjóstagjöf.

 

  • Mömmuleikfimi og jóga er tilvalið fyrir móður til að koma sér af stað í hreyfingu eftir barnsburð. En þar eru börnin velkomin og taka jafnvel þátt í æfingum. Gott er samt að hafa í huga að fara ekki of geyst af stað.

 

Heimildir: Fréttatíminn

SHARE