Skinkuhorn – Uppskrift

Alltaf svo gaman að baka skinkuhorn. Hér er ein þægileg uppskrift frá Gotteri.is

38

Skinkuhorn – uppskrift

100gr smörlíki
1/2 l mjólk
1 pk þurrger
60gr sykur
1/2 tsk salt
800gr hveiti
2 pakkar skinkumyrja
Nokkrar ostsneiðar (c.a 1/5 sneið í hvert horn)
sesamfræ (til að setja ofan á)

Skinkuhorn

1. Setjið öll þurrefnin saman í skál nema þurrgerið.

2. Bræðið smjörlíkið og hellið mjólkinni útí og velgjið hana upp upp, varist að hita ekki of mikið. Setjið gerið útí mjólkurblönduna og látið standa í um 5 mínútur.

3. Látið hefast í um 30-45 mínútur.

4. Skiptið deiginu í 6-7 hluta og fletjið hvern út eins og litla pizzu. Skerið hringinn svo niður í 8 sneiðar, setjið skinkumyrju og smá ost á hverja sneið. Rúllið upp og setjið á bökunarpappír.

5. Penslið með eggi og stráið sesamfræjum yfir.

6. Bakið við 200 gráður í um 15-20 mínútur.

38

SHARE