Viðbjóður: Yfirgáfu nýfæddan dreng með Downs heilkenni og hurfu með heilbrigða tvíburasystur hans

Sex mánaða gamall ástralskur drengur sem getinn var af thailenskri staðgöngumóður og yfirgefinn af líffræðilegum foreldrum sínum meðan hann var í móðurkviði sökum þess að hann er með litningargalla, háir nú harða baráttu fyrir lífi sínu og er óvíst hvort hann nær eins árs aldri.

Staðgöngumóðirin, hin 21 árs gamla Pattharamon Janbua, situr eftir með sárt ennið og sáralitla fjármuni milli handanna til að greiða fyrir fokdýra hjartaaðgerð sem gæti bjargað lífi drengsins, en hinir áströlsku „foreldrar” eru á bak og burt og vilja ekkert af drengnum vita, sökum þess að hann er með Downs heilkenni.

 

article-2712562-202CED1300000578-203_634x353

 

Gammy, sem er hálfs árs gamall, mun að öllum líkindum aldrei kynnast tvíburasystur sinni sem fæddist stálheilbrigð á fæðingardeild í Bangkok og var samstundis færð í fang líffræðilegra foreldra þeirra systkina sem yfirgáfu Thailand svo fljótt og auðið var með heilbrigða stúlkuna í fanginu, afneituðu drengnum með öllu og eru nú niðurkomin á óþekktum stað í Ástralíu.

Saga Pattharmamon Januuba og Gamma litla er skelfileg, sýnir svart á hvítu hverjar skuggahliðar staðgöngumæðrunar í ágóðaskyni eru og hafa gert þeim fjölmörgu áströlsku pörum sem leita staðgöngumæðra meðal efnalítilla kvenna í Thailandi mun erfiðara fyrir. Þó sárt sé að segja frá; þykir mörgum ágætt að mál Gamma litla skuli hafa ratað upp á yfirborðið og vakið slíka athygli þar sem ólögleg staðgöngumæðrun í Thailandi hefur farið stigvaxandi meðal bláfátækra kvenna af lágum stéttum, sem eygja margar enga von um framfærslu nema með þeim hætti að velja að ganga með börn annarra. Í sumum tilfellum með þeim afleiðingum sem um getur hér.

 

Hér má sjá viðtal við skelfingu lostna staðgöngumóðurina sem annast nú drenginn:  

[new_line]

[new_line]

Harðneskuleg viðhorf líffræðilegra foreldra Gammy litla hefur vakið upp heiftarlega reiði alþjóðasamfélagsins og árnaðaróskir sem og stuðningur í formi peningastyrkja hafa streymt inn gegnum söfnun sem sett var upp á netinu til að styðja við hina bláfátæku thailensku staðgöngumóður sem sjálf á tvö börn og er aðeins 21 árs að aldri.

Upphaflega stóð til að safna 25.000 dollurum eða tæpum 3 milljónum íslenskra króna en tölur hafa farið fram úr björtustu vonum og þegar þetta er ritað hafa tæplega 12 milljónir íslenskra króna streymt inn í formi frjálsra framlaga einstaklinga víðsvegar um heimsbyggðina á Go Fund Me styrktarsíðu litlu fjölskyldunnar sem berst nú við að koma drengnum undir læknishendur svo bjarga megi lífi hans.

 

article-2712562-2029EC8E00000578-23_634x418

 

Pattharamon, sem er rétt komin yfir tvítugt, var upphaflega boðið að þiggja 1.4 milljónir íslenskra króna gengi hún með barn áströlsku hjónanna sem sjálf geta ekki eignast barn en þegar í ljós kom að stúlkan gekk með tvíbura var henni boðin aukagreiðsla fyrir bæði börnin.

Þegar Pattaharamon var hins vegar komin fjóra mánuði á leið leiddi hefðbundin læknisskoðun í ljós að annað barnið var með Downs heilkenni og fóru áströlsku foreldarnir þegar í stað fram á fóstureyðingu. Því neitaði staðgöngumóðirin og sagði að allt líf ætti óskiptan rétt og fór svo að barnlausu hjónin ákváðu að taka stúlkuna, sem fæddist heilbrigð, en skilja drenginn eftir í höndum örvinglaðrar staðgöngumóðurinnar á þeim forsendum að þau hefðu ekki „samið um kaup á barni með litningargalla.” Svo fór sem á horfði og situr nú örvingluð staðgöngumóðirin eftir með fárveikt ungabarnið og elur því önn eins og um hennar eigið barn væri að ræða.

Í viðtali við The Sidney Morning Herald sl. föstudag sagði stúlkan:

Ég myndi vilja segja við allar thailenskar konur – ekki fara inn í þennan bransa sem staðgöngumóðir. Ekki gera það bara fyrir peningana – því ef eitthvað fer úrskeiðis kemur enginn okkur til hjálpar og barnið verður útskúfað frá samfélaginu og við einar og aleinar jafnvel, verðum að taka fulla ábyrgð á þeim afleiðingum.

Sjálf segist hún hafa tekið tilboðinu um staðgöngumæðrun vegna örvinglunnar og að í hennar augum hafi upphæðin sem boðin var fram, verið há.

Vegna þess að við erum bláfátæk, voru þetta miklir peningar. Greiðslan fyrir meðgönguna átti að tryggja mínum eigin börnum menntun og greiða upp allar skuldir fjölskyldunnar.

Þegar í ljós kom að drengurinn var með Downs heilkenni kom hins vegar annað hljóð í strokkinn, stúlkan var tekin strax við fæðingu en drengurinn skilinn eftir í höndum staðgöngumóður. Það var fulltrúi ættleiðingarstofu sem sá um allt ferlið og staðgöngumóðirin hitti aldrei hina áströlsku foreldra í eigin persónu. Brot af greiðslunni skilaði sér að lokum og enginn afgangur var eftir fyrir nauðsynlegum kostnaði vegna læknisþjónustu fyrir drenginn, sem berst nú fyrir lífi sínu.

Á vefsíðunni Hope For Gammy, sem sett var upp í fjáröflunarskyni fyrir litla drenginn og hefur sprengt af sér öll bönd, má lesa eftirfarandi upplýsingatexta: 

 

Hinn sex mánaða gamli Gammy fæddist í Bangkok og er með Down heilkenni og alvarlegan hjartagalla. Hann var yfirgefinn af líffræðilegum foreldrum sínum við fæðingu og er í umsjá ungrar thailenskrar konu sem hefur ekki fjárráð til að bregðast við læknisfræðilegri meðferð sem hann þarfnast sárlega.

Verið svo góð að leggja fram frjáls framlög svo að litli drengurinn geti undirgengist þær aðgerðir sem hann þarfnast og geti náð heilsu aftur. Allir þeir fjármunir sem safnast saman verða lagðir í sjóð og verða eingöngu notaðir til að tryggja velferð og heilsu Gammy litla.

 

Sjálfa fjáröflunarsíðuna má nálgast HÉR en þegar þetta er ritað hafa 12 milljónir íslenskra króna safnast. 

article-2712562-2029EC9200000578-126_634x768

SHARE