Spænskur læknir dæmdur til að greiða konu meðlag

Spænskur læknir var dæmdur til þess að greiða meðlag með barni eftir að hafa framkvæmt misheppnaða fóstureyðingu.

Eva Munar spænsk kona fór í fóstureyðingu þegar hún var komin sjö vikur á leið.
Eva mætti svo í skoðun hjá sama lækninum og framkvæmdi aðgerðina en hann fullvissaði hana um að aðgerðin hefði gengið upp og hún væri ekki lengur barnshafandi.
Nokkrum mánuðum síðar fór hún aftur á sömu læknastofu þar sem hún taldi líklegt að hún væri aftur orðin ófrísk. Þá kom í ljós að hún var gengin 22 vikur og ekki lengur hægt að framkvæma fóstureyðingu.

Konan fór því í mál við lækninn og var hann á dögunum dæmdur til að greiða meðlag með barninu til 26 ára aldurs. Upphæðin nemur um 160 þúsund krónum á mánuði en að auki var hann dæmdur til að greiða henni tæpar 23 milljónir króna í miskabætur.

Eva sagði að þetta mál væri allt hið versta en það mikilvægasta væri að sonur hennar skyldi að þrátt fyrir að hún hafi viljað eyða fóstrinu á sínum tíma þá væri hann elskaður í dag og hún sæi ekki eftir því að hafa eignast hann. Drengurinn er 18 mánaða gamall og búa mæðginin hjá foreldrum móðurinnar.

Lögfræðingur konunnar, sagði í samtali við The Guardian að málið snérist um vanrækslu í starfi og væri mögulega það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Búist er við að læknirinn muni áfrýja dómnum.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here