Spínatídýfa með grilluðum mozzarella og beikonkurli

Þessi óendanlega girnilega ídýfa er frá einni af okkar uppáhaldsmatarsíðum Gulur, Rauður, Grænn og Salt

dýfa

Rjómaostur, spínat, grillaður mozzarella og beikonkurl…ummm

 

Spínatídýfa með grilluðum mozzarella og beikonkurli
8-10 beikonsneiðar, stökkeldaðar og saxaðar smátt
1 pk (200g) Philadelphia rjómaostur, við stofuhita
1 dós sýrður rjómi
25 g rifinn parmesanostur
2 msk majones
1 msk Worcestershire sósa
60 g lífrænt spínat, t.d. frá Hollt og Gott
200 g rifinn mozzarellaostur
salt og pipar
2 msk fersk steinselja, söxuð

  1. Blandið saman rjómaosti, sýrðum rjóma, parmesan, majonesi og worcestershire sósu.
  2. Bætið beikoni (geymið smá til að strá yfir í lokin), spínati, 150 g af mozzarellaosti og smakkið til með salti og pipar.
  3. Setjið ídýfuna í olíusmurt ofnfast mót og stráið afganginum af ostinum yfir.
  4. Setjið ídýfuna inn í 200°c heitan ofn í um 20-25 mínútur þar til osturinn er orðinn gylltur og farinn að búbbla.
  5. Takið úr ofninum og stráið beikonkurli og steinselju yfir og berið fram með t.d. baquettte eða nachos.
Skyldar greinar
Heimagert ravioli með spínati og ricotta fyllingu
Kartöflu- og spínatbaka
Nachos-kjúklingur í salsarjómaostasósu
Ostamús með hnetusmjöri, rjóma og salthnetum
Parmesanbaka með spínati og kirsuberjatómötum
Naanbaka með mangókjúkling og spínati
Ostakaka með ferskum jarðaberjum og kókosrjóma
Myndband
Guðdómlega girnileg Oreo-ídýfa
Quesadilla með bláberjum, banana og rjómaosti
Spínatlasagna – Uppskrift